Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 7
1 9 5 4 ----------------------- dimm, þá hefi ég ekki brjóst í mér til að úthýsa yður.“ Hún talaði mjög virðulega og kurteislega og raddblær hennar gaf til kynna vingjarnlega móð- ur, elskulegrar, fyrirmyndar fjölskyldu. Hár hennar var mjög fagurt, þótt allmikið væri farið að grána. Li var borinn fábrotinn en ljúffengur kvöldverður, að mestu leyti fiskmeti. — Hann snæddi með fílabeinsprjónum úr kristallsskálum. Að kvöldverði loknum afsak- aði frúin sig og sagði: „Þér hljótið að vera þreyttir, og mun- uð vilja ganga snemma til náða. Þjónustumeyjar mínar munu sjá um að búa yður hvílu.“ Li reis upp frá borðum, þakk- aði henni vinsemd og gestrisni og bauð góðar nætur. Frúin bauð honum nú einnig góðar nætur og bætti svo við: „Það má vera, að ónæðisamt verði í nótt, en ég vona að það trufli ekki svefnfrið yðar.“ Li undraðist þessi orð og veitti hún athygli undrun hans. „Drengirnir mínir koma oft heim um miðjar nætur og valda þá oft allmiklum hávaða,“ sagði frúin til skýringar. „Ég vildi aðeins aðvara yður til þess að þér þyrftuð ekkert að óttast.“ ----------------- Bergmál „Ég mun ekki óttast,“ svaraði Li. Hann langaði til að spyrja hana hve gamlir drengirnir hennar væru og hvað þeir að- hefðust að næturþeli, en honum fannst tilhlýðilegast að gerast ekki of hnýsinn. Tvær þjónustumeyjar fram- reiddu nú rúm handa honum og gengu úr skugga um að hann vanhagaði ekki um neitt, en fóru því næst út úr svefnherbergi hans og lokuðu á eftir sér. Þetta var þægilegt, hlýtt rúm og hann var þreyttur eftir eltingaleikinn um daginn. En hann gat ekki varist því að brjóta heilann um það hverslags fólk þetta væri, sem hann gisti, sem bjó svo fjarri öllum mannabyggðum og virtist hafa eitthvað umfengis að næturþeli. Líkami hans var þurfandi fyrir hvíld og svefn, en hugsanirnar héldu vöku fyr- ir honum. Nú var hann hinn fullkomni veiðimaður, lá graf- kyrr í rúminu og beið þess að heyra hvað fyrir kynni að koma. Er leið að miðnætti, heyrði hann barið hátt og harkalega á hliðgrindina á múrnum úti fyr- ir. Litlu síðar heyrði hann að marraði í hliðardyrunum á múrnum og þjónninn hvíslaðist á við einhvern. Síðan heyrði hann að þjónninn gekk inn í 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.