Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 46

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 46
Bergmál --------------------- Gleymdu mér. Og reyndu að fyrirgefa. Alan.“ Ekki veit ég hversu lengi ég sat með bréfið þitt í hendinni, en ég las það aftur og aftur, þar til hvert orð stóð mér ljóslega fyrir hugskotssjónum. Ég lærði það utan að, orð fyrir orð. Og eftir því sem ég fór oftar yfir það í hugaunm, því meira særði það tilfinningar mínar. Því harðneskjulegra fannst mér það. Ég óskaði þess að þetta væri ekki satt, heldur aðeins hugar- burður minn. Og ég óskaði þess að þú kæmir skyndilega inn í anddyrið og hrópaðir til mín, að koma niður, eins og þú varst vanur að gera-----hrópaðir á mig, en ekki á Edyth. En ég vissi jafnframt að þessar óskir gátu ekki ræzt. Ég hafði misst þig — fyrir fullt og allt — Edyth átti þig. Mér fannst þú vera ragur, að koma ekki og segja mér sann- leikann, í stað þess að skrifa. Þú varst hræddur — hræddur um að ég myndi reyna að halda í þig, og biðja þig að gleyma Edyth. Og þú hafðir rétt fyrir þér. Ég hefði ekki getað stillt mig um að rökræða við þig. Það er hægt að berjast við hið tal- -----------------------— Apríl aða orð, víkja því til hliðar og gleyma því. En við þessi hörðu, grimmu, skrifuðu orð, gat ég ekki barizt. Þessum grænleitu, skáhöllu, grimmu orðum gæti ég aldrei gleymt, jafnvel þótt ég tætti bréfið í sundur, ögn fyrir ögn. Ég sat hreyfingarlaus með bréfið í höndunum þegar Edyth kom inn til mín löngu síðar. — „Ætlar þú ekki að drekka te með okkur?!“, hrópaði hún. „Bess frænka sagði að þú hlytir að vera úti. En Jill sagði að þú værir áreiðanlega heima, því að bréfin þín væru horfin, og þess vegna kom ég til að vita hvort eitthvað væri að þér.“ „Það var fallega gert af þér,“ muldraði ég. Ég var ekki í skapi til að ræða meira við Edyth, og vonaði að hún færi sem fyrst niður aftur, svo að ég fengi að vera í friði með sorg mína. En Edyth var hvorki næm fyrir geðbrigðum né nærgætin, og því vissi ég að hún myndi ekki fara fyrr en henni byði sjálfri svo við að horfa. Og svo var að sjá, sem hún hefði engan hug á því að fara fyrst um sinn. Hún stóð og litaðist um í her- berginu, með sýnilegri van- þóknun. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.