Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 47
1954
„En hvað þú getur verið
hirðulaus, Marion,“ sagði Edyth.
„Það er eins og í verstu svína-
stíu hér inni. Visnuð blöð út um
allt gólf og svo öll þessi sendi-
bréf í viðbót. Tekur þú aldrei til
hér inni?“ Hún beygði sig niður
og sópaði saman öllum bréfun-
um og tók þau upp.
„Hirðusemi þín er nú ekki
alltaf á marga fiska heldur,“
sagði ég. „Áður en hægt var að
setjast á sófann, varð ég að
tína burt hrúgur af grammófón-
plötum.“
„Ég bið afsökunar“, muldraði
hún. „Ég vissi að þú myndir
ekki þykkjast af því, þótt ég
færi hingað inn og spilaði svo-
lítið. Ég vissi ekki hvað ég átti
af mér að gera eftir hádegið í
dag og ranglaði þá hingað inn
og spilaði nokkrar plötur. Ég
geri ráð fyrir að þú hafir ein-
hvern tíma sjálf spilað þér til
afþreyingar.“
------------------ Bergmál
Ég kinkaði kolli — „Já, oft og
mörgum sinnum,“ sagði ég. —
En jafnframt hugsaði ég með
sjálfri mér, að nú myndi ég
aldrei gera það framar. Þá
heyrði ég skyndilega að Edyth
greip andann á lofti, svo varð
dauðaþögn andartak. Þegar hún
hóf máls á ný var eitthvað kalt
og hörkulegt í rödd hennar, sem
kom mér til að líta upp.
„Fáðu mér þetta bréf, sem þú
heldur á“, sagði hún skipandi.
„Fáðu mér það strax.“
Ég hélt bréfinu fast að brjósti
mér.
„Hvað gengur að þér, Edyth?“
sagði ég. „Þú hefir engan rétt
til að lesa þetta bréf. Það er til
mín.“
„Einmitt það?“ sagði hún. Svo
hélt hún bláa umslaginu framan
við nefið á mér.
Það var hennar nafn á um-
slaginu.
ÞÁ VAR ÉG XJNGUR
Hreppsómaga-hnokki
hírðist inni á palli,
Ijós á húð og hár.
Steig hjá lágum stokki
stuttur brókarlalli,
var svo vinafár.
Lif hans var til fárra fiska metið.
Furðanlegt hvað strákurinn gat étið.
Þú varst líkuin, móðóir mín,
og mildin þín
studdi mig fyrsta fetið.
(Öm Arnarsonj.
45