Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 41

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 41
Bréfið var frá þeim, sem hún elskaði, — en innihald þess var all-ólíkt því, scm hún hafði vonast eftir, því sem hún þráði. SENDIBRÉFIÐ Smásaga eftir Doris Ibbotson Þegar ég kom inn úr hinu steikjandi sólskini, fannst mér anddyrið eins og skuggsæll klettaskúti við hafið — svalandi og rakur, tilvalið hæli þeim, sem leituðu vægðar frá misk- unnarlausum geislum sólarinn- ar. Á móti mér sló ilmi rósa, eins og jafnan er maður kom inn í anddyrið heima, svo að samlík- ingin við svalan og rakan helli varð brátt fjarstæðukennd. Mamma hefir alltaf haldið því fram, að anddyrið gæfi gestun- um fyrstu áhrifin af húsinu sjálfu og íbúum þess, og því ætti aldrei að hafa þar rakan fatnað eða leiruga skó, sem gerðu and- rúmsloftið fúlt og rakt og sköp- uðu andúð gestanna. Mér hefir oft dottið í hug, að þetta væri ein mikilvægasta ástæðan fyrir hinum óvenju mikla gestagangi heima, því að vissulega er ánægjulegt að koma inn í hlýja og viðkunnan- lega forstofu, ilmandi af blóm- um. Og ef til vill er þetta líka ein af ástæðunum fyrir því, að Edyth hefir hvað eftir annað framlengt dvöl sína hjá okk- ur. . . . Pósturinn hafði komið á með- an ég var úti, og lágu nokkur bréf á víð og dreif um kistuna, svo að auðséð var, að einhverjir heimamanna höfðu þegar farið höndum um þau. Enda þótt hálfrokkið sé í horninu hjá kist- unni, þekkti ég samstundis bréf- ið þitt úr. Skáhalla skriftin með grænu bleki á blátt umslag, var hið eina, sem ég veitti athygli, og það kom kökkur í hálsinn á mér. Sumir hafa haldið því fram, að það væri tilgerðarlegt af þér, að nota grænt blek á bláum pappír, en mér finnst það alls ekki tilgerðarlegra en að skrifa „y“ í nafninu sínu í stað „i“, eins og Edyth gerir. Sú var tíðin, að ég sótti bréf 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.