Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 53

Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 53
1954 ------------------------ þess að halda hægri fætinum í skefjum, og forðast að hann sparki. Það, sem ég vildi gjarnan ráð- leggja, er þetta: — Sparkið í konuna, ef það er hið eina, sem hægt er að gera. Látið hana hafa það! Hvað skiljum við, vinur minn, ef til vill er það það, sem þær vilja. Ef til vill óska þær þess einmitt, að sparkað sé í þær. Ef til vill er það einlægasta ósk þeirra og þrá, að fá heljarmikið, heilsusamlegt spark. Ég er á þeirri skoðun, að spark Clip Ryes hafi gert ungfrú Pfister fremur gagn en bölvun. Og ég þori að ábyrgjast, að þetta spark verður til að umsnúa og gjörbreyta ástalífi ungfrú Pfist- er í framtíðinni. Ástalíf ungfrú Pfister er ná- kvæmlega jafn óskemmtilegt og ástalíf hjá froski uppi í miðri eyðimörku. Hún hefir aldrei átt elskhuga. Hún hefir ekki hug- mynd um, hvernig ilmurinn af karlmanni getur verið. Hún hefir aldrei fundið karlmanns- hendur strjúka-sig, eins og karl- mannshendur strjúka yfirleitt konur. Eðlileg afleiðing þessa er sú, að ástalíf hennar hefir beinzt í margar áttir. Fyrst söng hún í kirkjukórnum í ------------------ Bergmál presbyteriana-kirkjunni. Þar gerðist aldrei neitt. Þá fór hún yfir í baptistasöfnuðinn og gerðist þar kennslukona í Sunnudagaskólanum. Þar gerð- ist heldur ekkert. Þá fór hún út í stjarnfræði, og fór að horfa á stjörnurnar. Því næst varð hún slúðursagna-kerling að at- vinnu. Hún eyddi allri sinni orku í það, að slúðra um sið- ferðisskort fólksins í Coalinga, einkum og sér í lagi Clip Ryes. Þá tók hún líka fyrir allar kvik- myndaleikkonur. Annað en þetta komst ekki að í höfði hennar. Mestri orku eyddi hún í að blaðra um hið slappa siðferði Clip Ryes, og þegar hún gekk fram hjá honum á götu, þá hnussaði hún og gekk snúðugt áfram, hnakkakert með vand- lætingarsvip. Þetta var auðvitað hennar að- ferð við að daðra. Hún var vit- laus í Clip Rye. Hver einasti, sem ekki var fæðingarhálfviti, gat séð það, að ungfrú Pfister var vitlaus í Clip Rye. Hún lét alltaf svo, sem hún myndi ekki líta við Clip Rye, þótt hann yrði eini karlmaður í heiminum. En þetta var aðeins hennar aðferð við að daðra. Clip var þetta líka vel Ijóst. Hann vissi hvað fyrir henni vakti. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.