Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 10
Goðasteinn 1995
söngvari er sr. Kjartan Einarsson kom
að Holti norðan frá Húsavík 1886.
Fósturdóttir sr. Kjartans, Kristjana
Jónsdóttir á Efstu-Grund, minntist við
mig á söng Tómasar langafa og hafði á
orði hve hart hann hefði kveðið að
r-inu, eins og hún sagði. Tómasi feilaði
aldrei í að taka réttan tón og var viður-
kenndur söngmaður. Þó sagði Bjarni
gamli í Kvíhólma eitt sinn er hann
gekk seint í Holtskirkju, drukkinn vel,
með Eyjólfi syni sínum: „Enginn söng-
ur hjá Tómasi. Látum okkur taka undir,
Eyjólfur sonur.“
Tómas hafði lært söng af föður sín-
um Sigurði Jónssyni stúdent (d. 1862)
er útskrifast hafði úr Reykjavíkurskóla
1798. Sigríður í Varmahlíð var af söng-
ætt. Ragnhildur móðir hennar var
barnabarn sr. Jóns Steingrímssonar og
Þórunnar Hannesdóttur Scheving, en
um söngiðkun þeirra og yndi sr. Jóns af
hljómlist má lesa í ævisögu hans. Páll
Sigurðsson alþingismaður í Arkvörn,
bróðir Tómasar í Varmahlíð, var um
áratugi forsöngvari í Eyvindarmúla-
kirkju í Fljótshlíð. Því hélt hann áfram
eftir að hann varð blindur, kunni alla
sálma utanbókar. Hans getur svo í
Bændavísum Hallvarðs Hallvarðssonar
bónda á Neðri-Þverá í Fljótshlíð:
Meðhjálparann mun ég Pál
mœrðarfœra í letur.
Fimur er við flæðarmál,
fœstir syngja betur.
Grallarasöngurinn gamli hélt að
miklu leyti velli í kirkjum Eyfellinga
fram undir aldamótin 1900. Gömul
fastheldni var ráðrík. Sr. Gísli Kjart-
ansson frá Ytri-Skógum var prestur í
Eyvindarhólum árin 1893-95. Hann
prýddi allt sem góðan prest mátti
prýða, útlit, upplag, menntun og rödd.
Hann vildi taka kóralbók Péturs Guð-
johnsen í notkun en mætti mótstöðu.
Forkunnar fagurt nótnahandrit skrifað
af honum er í Skógasafni. Hann skrif-
aði það 1891 handa konu sinni Guð-
björgu Guðmundsdóttur frá Háeyri.
Gamla Austurfjallamenn heyrði ég
dá söng Sveins Sveinssonar bónda í
Gíslakoti. Hann var forsöngvari í
Eyvindarhólakirkju til 1897 og söng
ætíð gömlu lögin. Sr. Jes A. Gíslason
var þá prestur í Eyvindarhólum og vildi
innleiða nýju lögin. Hann fékk til for-
söngvara Eyjólf Halldórsson bónda í
Steinum er hafði alist upp hjá sr. Vald-
imar Briem og þar lært vel til söngs og
þó meir hjá Bjarna Pálssyni organista
og tónskáldi á Stokkseyri. Þá var kóral-
bók Péturs Guðjohnsen fyrir nokkru
komin til kirkjunnar. Sveinn var ekki
sáttur við þetta. Nú skeði það eitt sinn
hjá Eyjólfi að hann tók of hátt tón og
„sprakk" á tóninum. Hóf Sveinn þá
sönginn með sínu gamla lagi og leiddi
sálminn til enda. Ólafur Eiríksson
kennari sagði mér frá því að í
hljóðbæru veðri, er andaði frá fjalli,
barst söngur Sveins í Gíslakoti ofan frá
Steinakirkjugarði niður í Leimahverfi,
meira en tveggja km leið.
Dótturdóttir Sveins í Gíslakoti,
Fanney Sigurðardóttir, hefur á áhrifa-
mikinn hátt vikið að söngrödd afans.
-8