Goðasteinn - 01.09.1995, Page 11
Goðasteinn 1995
Móðir hennar var Sveinbjörg Sveins-
dóttir: „Móður minni var alltaf minnis-
stæð söngrödd föður hennar. Hann
söng mikið í heimahúsum og hann var
forsöngvari í Eyvindarhólakirkju um
fjölda ára. Mér er það hugstætt að eitt
sinn, nokkru eftir að útvarpið kom til
sögunnar, hljómaði rödd söngvarans
heimsfræga, Caruso, um stofuna.
Mamma stóð þar og hlustaði svo ósegj-
anlega hýr á brá og horfði svo fjarrænt
fram fyrir sig eins og hún hefði gleymt
stund og stað. Ég gat ekki séð að hún
yrði mín vör þegar ég kom inn. Ég
leyfði henni að njóta söngsins, en sagði
síðan: „Ósköp ert þú eitthvað hýr á
svipinn.“ „Jæja,“ svarði hún. „Ég get
ekki að því gert að rödd þessa manns
minnir mig svo ósegjanlega mikið á
rödd föður míns.“ Mér varð að orði:
„Er það ekki vel í lagt að líkja söng-
rödd afa við Caruso?“ „ Það má vel
vera,“svaraði hún, „eigi að síður dettur
mér faðir minn alltaf í hug þegar ég
heyri Caruso syngja.“ Ég minnist þess
einnig að gömul kona undir Fjöllunum
sagði eitt sinn við mig: „Hann Sveinn
afi þinn var söngvari á heimsmæli-
kvarða, hvílík rödd,“ sagði gamla kon-
an og andvarpaði.“
ísleifur Jónsson bóndi í Ytri-Skóg-
um var forsöngvari í Skógakirkju um
og eftir aldamótin 1800. Hann var
nefndur ísleifur söngur af íþrótt sinni.
Það var hann sem gabbaði Útfjalla-
menn af miðum, er hann lagðist niður í
kjalsog á skipi sínu og söng. Menn
hugðu það töfrasöng hafgúunnar. Út af
Isleifi er komin ein besta söngætt í
Rangárþingi, Hlíðarendamenn í Fljóts-
hlíð.
Hér mætti minnast á annan for-
söngvara eldri tíma, Jón Jónsson bónda
í Stóru-Borg um og eftir aldamótin
1800. Hann var forsöngvari í Eyvindar-
hólakirkju. Jón Jónsson Torfabróðir
orti svo um hann í formannavísum sín-
um:
Jón í bjálma, sviptur sorg,
síla að skálmar bólum.
Klæða pálrni býr á Borg,
byrjar sálma í Hólum.
Rödd Jóns var við brugðið. Stæði
hann í austrænu eða kvöldkyrru vestan
við bæ sinn og syngi þá barst söng-
urinn glöggt út að Miðbæli og var vel 1
km milli bæja.
Einar Kjartansson bóndi í Drangs-
hlíð og síðar í Skálholti var í röð bestu
-9