Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 12
Goðasteinn 1995
söngmanna undir Eyjafjöllum. Hann
var sonur sr. Kjartans Jónssonar í
Skógum og Sigríðar Einarsdóttur, syst-
ur Sigríðar í Varmahlíð. Hann leiddi
löngum söng í veislum og þá oft sung-
inn tvísöngur. Á efri árum sat hann að
erfisdrykkju með syni sínum, sr. Kjart-
ani prófasti í Holti. Á móti þeim sat
Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir frá Mið-
bæli. Víntár var veitt að gamalli venju.
Þar kom að Einar og sagði: „Eigum við
nú ekki að taka lagið', Sigríður mín?“
Hún tók vel í það, en sr. Kjartan sagði:
„Það á nú ekki vel við.“ „Láttu mig sjá
fyrir því, drengur minn“, svaraði Einar.
Ráðið var svo að syngja „Island, far-
sælda Frón“ í tvísöng. Einar gaf tóninn.
„Er þetta nú ekki fullhátt, faðir
minn?“sagði sr. Kjartan. Einar lét ekki
slá sig út af laginu, og saman sungu
þau Sigríður listaljóð Jónasar til enda,
öllum til yndis er á hlýddu.
Tómas Helgason læknir flutti að
Eyvindarhólum 1899. Hann flutti með
sér orgel og það varð fyrsta hljóðfæri í
Hólakirkju. Það var borið milli bæjar
og kirkju á messudögum og Tómas
spilaði á það. Tómas fékkst lítið eitt
við tónsmíðar. I Skógasafni er varðveitt
lag eftir hann við sálminn: „Heyr þú
mínar hjartans bænir.“
Hjörleifur Jónsson bóndi og snikkari
í Skarðshlíð var skamman tíma for-
söngvari í Hólakirkju eftir brottför
Tómasar frá Eyvindarhólum. Var þá
brátt keypt orgel til kirkjunnar, nú
varðveitt í Skógasafni. Góðir liðs-
kraftar í söng á þessum tíma voru
Böðvar Böðvarsson bóndi í Drangshlíð
og mágur hans, Björn E. Jónasson,
síðar bóndi í Steinum. Saman sungu
þeir prímobassa (tenór) við messur.
Björn átti lítið ferðaorgel og spilaði á
það. Góður söngmaður var og Sigurjón
Bjarnason í Eystri-Skógum sem
drukknði í sjóslysinu mikla 1901.
Við organistastarfi í Eyvindarhólum
tók Sigríður Kjartansdóttir í Holti (f.
1885). Hún var prýðilega fær organ-
leikari og hafði fagra söngrödd. Á
hljóðfæri lærði hún hjá Jóni Pálssyni á
Eyrarbakka, síðar bankagjaldkera í
Reykjavík.
Nú kemur til sögu Sigurjón Kjart-
ansson frá Drangshlíðardal (f. 1888).
Ungur komst hann í kynni við ferða-
orgel Björns Jónassonar frænda síns.
Bróðir Sigurjóns, Guðmundur bóndi og
trésmiður í Ytri-Skógum, lærði og að
leika á orgel og fékk orgel Björns að
láni, en annað veifið var það í láni í
Drangshlíðardal hjá Sigurjóni og
Bjama bróður hans, er var fjórum ámm
eldri.
Sigríður Kjartansdóttir, kenndi Sig-
urjóni fyrst að þekkja nótu. Var það f-
nóta í bassa. Að öðru naut hann um
sinn engrar tilsagnar. Árið 1902 var
Sigurjón ársvistarmaður hjá Ágústi
Jóni Kristjánssyni frá Marteinstungu
(A. J. Johnson), bónda í Seljalandsseli
undir Eyjafjöllum. Jón var góður
organleikari og samdi ungur nokkur
lög er urðu nokkuð þekkt. Lag hans við
Ijóðið „Vormenn Islands“ var síðar
sungið við Héraðssöng Rangæinga,
„Inn í faðminn fjalla þinna.“ Sigurjón
fylgdist með Jóni til Dalskirkju þetta ár
-10-