Goðasteinn - 01.09.1995, Page 13
Goðasteinn 1995
er þar var vígt fyrsta hljóðfæri hennar.
Jón var þar fyrsti organleikarinn. Hann
veitti Sigurjóni nokkra tilsögn í organ-
leik.
Árið 1906 var ákveðið undir Aust-
urfjöllum að senda ungan mann til
Reykjavíkur til að læra þar á orgel.
Tveir sóttu um námið, Rútur Þorsteins-
son á Hrútafelli og Sigurjón Kjartans-
son. Sigurjón varð fyrir valinu. Kjartan
prófastur lét honum í té meðmælabréf
til Jóns Pálssonar, er vera skyldi hon-
um innan handar. Fór Sigurjón svo
suður snemma vetrar 1906 og hóf nám
hjá Brynjólfi Þorlákssyni organista við
Dómkirkjuna. Samtals tók hann hjá
honum 11 tíma og var hinn síðasti 7.
desember. Sigurjón kom austur fyrir jól
og spilaði fyrst við hátíðarmessu í
Hólakirkju um jólin. Næstu ár var hann
organisti í Eyvindarhólum en fór þó á
vertíð til Vestmannaeyja nokkrum sinn-
um. Sigríður Kjartansdóttir hljóp þá í
skarðið, einnig Jón Pálsson í Hlíð (f.
1892), nýbúinn að læra á hljóðfæri,
síðar þekktur tónlistarmaður í Reykja-
vík. Frumsamin sönglög og ljóð liggja
eftir Jón. Árið 1924 var prentað í
Reykjavík lag hans Vögguljóð við
samnefndan texta. Sigvaldi S. Kalda-
lóns raddsetti lagið. Þetta er ljúft lag og
vel fallið til söngs. Lag Jóns „Hér vil
ég lifa og hér vil ég deyja", samið við
eigið ljóð, var flutt við útför hans í
útsetningu Þórarins Guðmundssonar
fiðluleikara. Það hefur verið sungið við
jarðarfarir fólks af Hlíðarætt undir
Eyjafjöllum og þess vert að ei falli í
gleymsku.
Eyjólfur Halldórsson í Steinum
(Hvoltungu) söng bassa við messur og
nýliðum í þeirri rödd var hinn mesti
styrkur að honum.
Sigríður Guðnadóttir, kona Hjörleifs
í Skarðshlíð, hafði afburða fagra söng-
rödd og var leiðandi í sópran og þá
kemur til sögunnar Sigríður Ámadóttir
vinnukona í Drangshlíð. Einu sinni var
liðfátt í söng í Hólakirkju. Sigríður í
Skarðshlíð sendi þá niður í kirkju eftir
nöfnu sinni, sem eftir það söng með
mikilli prýði í kirkju sinni fram til efri
ára. Ekkert umræðuefni var Sigríði
kærara en söngur, er fundum okkar bar
saman. „Hún þykir syngja vel hún
María Markan," sagði hún, „en ég er
efins í að hún syngi nokkuð betur en
hún Sigríður í Skarðshlíð þegar hún
stóð upp á sitt besta.“ Hún minntist og
einnar messu við mig:
„Alltaf man ég hvað einu sinni var
vel sungið í Hólakirkju. Sigríður í
Skarðshlíð, Þóra Torfadóttir í Varma-
hlíð og frú Valgerður Gísladóttir á
Bergþórshvoli lögðu saman í söngnum
og sungu svo listavel. Ég man sérstak-
lega eftir því hvað ég hreifst þegar þær
sungu lagið: „Guðs föður gæsku kraft-
ur,“ ég bý að því enn.“
Sigríður hafði aldrei lært neitt í tón-
fræði en söng þó lög eftir nótum. „Er
Sigga í Drangshlíð komin?“ spurði sr.
Jakob Ó. Lárusson í Holti er fámennt
var við Hólakirkju. Jú, hún var komin.
„Þá er hægt að messa,“ kvað prestur. í
hárri elli sat Sigríður á rúmi sínu í vest-
urbænum í Drangshlíð og raulaði öllum
-11-