Goðasteinn - 01.09.1995, Side 14
Goðasteinn 1995
stundum lög æskuára sinna austur í
Mýrdal, einkum gömlu Passíusálma-
lögin umvafin trú og trega 17. aldar.
Sigríði var hugstæð breytingin sem
kom í Hólakirkju með orgeli Tómasar
læknis og hve tómlegt það var þegar
það fór burtu, en stuttur tími leið uns
nýtt kom: „Ég man það var verið að
baða féð niður við Drang þegar leið að
því að orgelið kæmi í kirkjuna. Piltarn-
ir voru kátir og sungu við raust við
verkið. Þorsteini á Hrútafelli varð þá að
orði: „Það held ég að þið syngið þegar
nýja orgelið kemur, fyrst þið getið
verið að syngja yfir þessum bölvuðum
gormi.““
Sigurjón Kjartansson flutti til Víkur
í Mýrdal árið 1911 og gerðist þar
seinna kaupfélagsstjóri Kaupfélags
Skaftfellinga. I Vík varð hann forystu-
maður í sönglífi og hljómlist byggðar-
innar, innan og utan kirkju, allt þar til
er hann flutti til Reykjavrkur árið 1948.
Hæfileikar og sjálfsnám skipuðu hon-
um í fremstu röð í organleik og söng-
stjóm. Skrifari var hann frábær jafnt á
bókstafi og nótur, fágaður fyrirmaður í
sjón og raun. Sum sönglög hans eru
víða kunn. Kóralbók hans, að nokkru
handrit, er í Skógasafni. Þar eru nokkur
sálmalög samin af honum. Þekkt er lag
hans við Héraðssöng Vestur-Skaftfell-
inga, „En sú dýrð á allar síður,“ ágætt
lag, samið af næmri tilfinningu fyrir
anda og efni ljóðs Stefáns Hannesson-
ar.
Við brottför Sigurjóns undan Aust-
urfjöllum varð Sigríður í Holti enn um
sinn organisti í Hólakirkju. Hún giftist
1913 sr. Jakob Ó. Lárussyni er varð eft-
irmaður sr. Kjartans Einarssonar sama
ár. Jón Hjörleifsson, síðar bóndi í
Skarðshlíð, lærði á orgel hjá Sigríði í
Holti. Hann varð organisti í Hólakirkju
1915 og gegndi því starfi óslitið til
1960. I tíð hans komst betri skipun á
kirkjusöng, m.a. fyrir áhrif frá söng-
málastjóra þjóðkirkjunnar eins og hvar-
vetna um sveitir landsins. Kirkjukór
Eyvindarhólasóknar var stofnaður 1947
og fjórraddaður söngur varð sjálfsagð-
ur í hverri messu. Þórður Tómasson
safnvörður í Skógum varð organleikari
kirkjunnar 1961 og gegndi því starfi til
1994. Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir
tónlistarkennari á Asólfsskála var þá
ráðin organleikari í stað hans.
Guðmundur Sveinbjarnarson prests
í Holti varð forsöngvari í Holtskirkju
eftir Tómas í Varmahlíð, 1886. Kirkjan
var flutt að Ásólfsskála 1888 og Guð-
mundur var áfram forsöngvari og var
það til dauðadags 1896. Hann var
ágætur söngmaður eins og systir hans
frú Guðbjörg í Holti, kona sr. Kjartans.
Þótti hinn besti gleðiauki er þau lögðu
saman í söng í veislum.
Ólafur Þórðarson bóndi á Efstu-
Grund var forsöngvari í Ásólfsskála-
kirkju frá 1896 til 1898. Hann var frá
Stóru-Hildisey í Landeyjum af mikilli
söngætt. Bræður hans, Guðmundur,
Guðni, Jón, Markús og Þórður voru all-
ir orðlagðir söngmenn. Markús bjó um
skeið í Hamragörðum undir Eyjafjöll-
um og var þá forsöngvari í Dalskirkju.
Um Ólaf er þessi vísa:
-12-