Goðasteinn - 01.09.1995, Side 16
Goðasteinn 1995
anisti gat ekki mætt í messu og fórst
vel. Elín hafði háa og bjarta sópranrödd
og hafði mikið yndi af söng. Hún fór
síðar til Kanada og átti þar heima í 35
ár. Á gamals aldri kom hún aftur til ís-
lands og hafði ekki glatað sinni björtu
og fögru rödd. í Kanada hafði hún
vanist því að allir messugestir syngju
við allar athafnir. Hún var við jarðar-
farir undir Eyjafjöllum eftir að heim
kom og söng fullum rómi úr sæti sínu
og augnagotur gengu um alla kirkju til
að sjá hver ryfi söngdoða kirkjugesta.
Um vetrarvertíðir var oft fátt söng-
fólk í Ásólfsskálakirkju og meðhjálpari
sr. Kjartans í Holti, Jón Einarsson á
Ysta-Skála, fóstri móður minnar, kom
eitt sinn með móður mína inn í kór, þá
um fermingu og sagði:„Eg kem hér
með hana Stínu litlu til að syngja, hún
getur það eins og annað.“
Ámi Ingvarsson á Mið-Skála sagði
mér að hann hefði tvisvar verið for-
söngvari í Ásólfsskálakirkju innan
fermingar. Hann söng tenór framan af.
Rödd hans breyttist í spönsku veikinni
1918. Eftir það söng hann bassa og
hafði afburða fagra og vissa bassarödd.
Ekki var það fyrr en upp úr alda-
mótunum 1900 sem konur fóru að
koma inn í kór Ásólfsskálakirkju og
setjast þar á söngbekk norðan megin í
kór.
Sveinbjörn á Ysta-Skála gegndi
starfi organista til 1920. Þá tók við því
mágur hans, Einar Sigurðsson bóndi í
Varmahlíð og gegndi því til 1940.
Hann hafði lært hjá Isólfi Pálssyni.
Orgel kirkjunnar, sem þá var, var smíð-
að af Isólfi Pálssyni og hafði áður verið
í eigu Lárusar Jónssonar á Giljum í
Mýrdal. Einar í Varmahlíð æfði söng
reglulega á tímabili og hafði góðum
söngkröftum á að skipa. Ingibjörg
Bjarnadóttir kona hans söng listavel.
Foreldrar mínir tóku lengi góðan þátt í
kirkjusöngnum.
Eg man vel eftir góðum söng bænd-
anna Jósefs Jóhannssonar í Ormskoti,
Jóns Gunnlaugs Jónssonar í Björnskoti
og Jónasar Sveinssonar í Efri-Kví-
hólma. Eiríkur Olafsson á Núpi, bróðir
Sigurðar bónda þar, var söngmaður
góður og lét lengi að sér kveða í kirkju-
söngnum. Hann hafði alist upp við
söng í heimahúsum og kunni Passíu-
sálmana utanbókar.
Ekki skyldi heldur gleymt fjöl-
skyldu Olafs Eiríkssonar og Guðrúnar
Nikólínu Snorradóttur í Skálakoti.
Ólafur bróðir Nikólínu var þróttmikill
bassamaður og börn þeirra hjóna
prýddu lengi sönginn í heimakirkju
sinni.
Sigurjón Sigurðsson bóndi á Mið-
Skála varð organisti Ásólfsskálakirkju
árið 1940, hafði lært hjá frú Sigríði
Kjartansdóttur í Holti og gegndi starf-
inu til 1945 að sonur hans, Ólafur, tók
við því. Þórður Tómasson var organisti
kirkjunnar árin 1946-59, en flutti þá að
Skógum. Hann lærði hjá Einari Sig-
urðssyni í Varmahlíð. Anna Magnús-
dóttir frá Hvammi, nú tónlistarkennari
á Hellu, tók við af honum og var org-
anisti kirkjunnar til 1967. Arftaki henn-
ar í starfi varð Þorgerður Jóna Guð-
-14-