Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 17
Goðasteinn 1995
mundsdóttir tónlistarkennari á Ásólfs-
skála.
Fyrir atbeina Sigurðar Birkis söng-
málastjóra og sr. Sigurðar Einarssonar í
Holti og konu hans frú Hönnu Karls-
dóttur voru stofnaðir kirkjukórar við
allar kirkjur í Holtsprestakalli árið
1947. Var þá tekið að æfa kórana reglu-
lega og yfirleitt sungið fjórraddað við
messur. Frú Hanna Karlsdóttir vann
mjög þýðingarmikið starf við þjálfun
kóranna um 20 ára íímabil. Anna
Magnúsdóttir frá Hvammi og Þorgerð-
ur Jóna Guðmundsdóttir hófu báðar
tónlistarnám sitt hjá henni.
Fyrsta hljóðfæri kom í Stóra-
Dalskirkju árið 1902 sem fyrr segir. Þar
í sókn höfðu þá lengi verið góðir söng-
kraftar. Til vitnis um það er að fengnir
voru söngmenn úr Dalssókn til að
syngja með söngmönnum Ásólfsskála-
sóknar er Ásólfsskálakirkja var vígð
1889. Jón Kristjánsson í Seljalandsseli
varð fyrsti organisti Dalskirkju. í fjar-
veru hans hluta úr árinu 1903 var Guð-
mundur Erlendsson á Hlíðarenda, síðar
bóndi á Núpi í Fljótshlíð, organisti
kirkjunnar, en langafi hans, Árni Isleif-
sson á Fitjamýri undir Eyjafjöllum, var
sonur ísleifs söngs í Skógum. Erlendur
á Hlíðarenda, afi Guðmundar, var lengi
forsöngvari í Teigskirkju og Erlendur
sonur hans eftir hann. Guðmundur átti
til kirkju að sækja ofan frá Hlíðarenda
og kaupið var kr. 1,50 fyrir hverja
messu. Alls varð reikningur hans kr.
7,50 og var jafnað niður á alla búendur
í Dalssókn - eftir efnum og ástæðum.
Sigurður Vigfússon á Brúnum varð
organisti Dalskirkju árið 1904. Hann
var vaxinn upp á miklu menningar-
heimili þar sem unað var við fleira en
afla brauðs í bú. Vigfús Bergsteinsson
á Brúnum var bókamaður mikill. Ung-
ur hafði hann verið á vertíð í Vest-
mannaeyjum þar sem ungir menn undu
við það í landlegum að læra og syngja
saman ættjarðarljóð og sálma undir
leiðsögn manns er var söngfróður vel.
Vigfús var síðasti forsöngvari í
kirkju sinni í Stóra-Dal. Sigurður sonur
hans lærði fyrst á orgel hjá Jóni í Selja-
landsseli. Nokkurn tíma úr vetrinum
1904 lærði hann á sama hljóðfæri hjá
Lofti Jónssyni á Geldingalæk á Rang-
árvöllum og naut tilsagnar hjá Brynj-
ólfi Þorlákssyni síðar sama ár. Hann
spilaði fyrst við messu í Dalskirkju 4.
maí 1904 og gegndi síðan starfinu
óslitið til dánardags, 1936. Bróðir hans,
Jón, var síðar lengi organisti í Seyðis-
fjarðarkirkju. Sigurður lagði góða rækt
við starf sitt, kom sér upp góðu safni
nótnabóka og skrifaði sjálfur upp mikið
af nótum. Söngur var jafnan í hávegum
hafður á heimili hans. Kóræfingum var
oft haldið uppi fyrir messudaga.
Við fráfall Sigurðar tók Kristjana
Kristófersdóttir í Stóra-Dal við starfi
hans. Hún hafði lært stuttan tíma hjá
Önnu Tómasdóttur á Barkarstöðum í
Fljótshlíð er numið hafði organleik hjá
frænku sinni, frú Sigríði Helgadóttur í
Odda, eins og systur hennar Þóra og
Ingibjörg.
Sonur Önnu, Smári Ólason organ-
leikari í Digraneskirkju er hámenntaður
í tónlist og vinnur nú að grundvallar-
-15-