Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 18
Goðasteinn 1995
rannsókn á arfi þjóðarinnar í kirkju-
tónlist. Þar kemur honum m.a. að haldi
upptaka á söng Sigríðar Árnadóttur í
Drangshlíð. í föðurætt er Smári kom-
inn út af Isleifi söng í Skógum. Þannig
erfast hæfileikar ættanna.
Kristjana í Stóra-Dal æfði organleik
mjög með sjálfsnámi frá ári til árs og
hún var samviskusamur og góður org-
anleikari. Starfinu hélt hún uns heilsa
brast 1981 og við því tók Þorgerður
Jóna Guðmundsdóttir sem nú (1995)
gegnir ein starfi organista undir Eyja-
fjöllum.
Konur komu ekki nærri kirkjusöng á
seinni hluta 19. aldar. Gamall og merk-
ur fróðleiksmaður, Kolbeinn Guð-
mundsson frá Ulfljótsvatni, sagði mér
eftir eldri manna sögn að í Árnessýslu
hefðu konur lagt af að syngja í kirkju,
þegar Viðeyjarsálmabókin var tekin í
notkun með sálmum sem fólk kunni
ekki. Hann tilfærði sögn um fyrstu
messu í Ulfljótsvatnskirkju í Grafningi
með söng af Viðeyjarbók (Leirgerði).
Veður var þá milt og gott og eftir
messu settist öldruð kona á leiði úti í
kirkjugarði með nýju sálmabókina og
lærði einn sálminn, kvaðst una því illa
að kunna ekkert af sálmunum, er
sungnir voru í kirkjunni.
I Grallaranum kunni fólk að kalla
hvern sálm. Söngmenn sátu flestir á
norðurbekkjum í kór og sungu úr sæt-
um. Fyrir því er örugg heimild frá
Önnu Vigfúsdóttur frá Brúnum að
fyrsta kona sem söng við messu í
Dalskirkju var Sigríður Helgadóttir
kona Markúsar Sigurðssonar í Fagur-
hól í Landeyjum. Markús spilaði þar
við messu árið 1903. Sigríður kom með
honum til kirkjunnar „og söng hún við
orgelið, hafði nokkuð mikla og þægi-
lega rödd.“ Anna segir að fólki hafi
þótt þetta „nokkur nýlunda.“
Konur höfðu þá um nokkur ár sung-
ið við messur í Ásólfsskálakirkju, fyrst
úr sætum framan við kórdyr. Þar riðu á
vaðið Þóra Torfadóttir í Varmahlíð og
frú Guðbjörg Sveinbjarnardóttir í Holti.
Dætur Þóru, Anna og Sigríður, og fóst-
urdóttir, hennar, Sigríður Þórðardóttir,
síðar húsfreyja í Moldnúpi, byrjuðu
snemma að syngja í kirkjunni. Sigríður
í Hvammi, dóttir Þóru, sagði á gamals
aldri við Önnu frá Moldnúpi, dóttur
Sigríðar í Moldnúpi: „Alltaf varð mað-
ur að syngja, hvernig sem manni leið
innanbrjósts. Við urðum að syngja yfir
mömmu þinni, sem var eins og systir
okkar, en það var enginn annar til.
Anna frá Brúnum lýsir söng við
helgistundir á heimili: „Á æskuheimili
mínu var sungið við húslestra á sunnu-
dögum og oft við kvöldlestra á vetrum
- frá vetrarbyrjun til páska. Var einkum
sjálfsagt að syngja á föstunni Passíu-
sálmana, sunginn meiri hluti sálmsins á
undan lestri, síðustu versin á eftir.
Þegar orgelið var komið (1904) var það
oftast haft í baðstofu á vetrum svo hægt
væri að nota það, en kalt í gestastofu
ofnlausri. Þar var stór olíulampi og
hitaði hann upp er logað hafði um
stund. „Þó orgelið þrengdi nokkuð að
þótti það tilvinnandi svo hægt væri að
nota það sem oftast. Eftir að Sigurður
fór að kenna á vetrum, var ekki eins
-16-