Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 19
Goðasteinn 1995
stöðugt sungið við lestur. Foreldrar
mínir voru bæði söngelsk og systkini
mín einnig söngvin, einkum þótti ungl-
ingsrödd Jóns frábærlega hljómfögur.“
Gestkomur voru víðast vel séðar.
Fagnaðarauki þótti að því að fá þá sem
voru kvæðamenn eða raddmenn, ekki
síst væru það næturgestir. Helga Þor-
bergsdóttir húsfreyja á Krossi í
Landeyjum braut í blað með það frá
því er hún, bam að aldri, var með móð-
ur sinni á Seljalandi undir Eyjafjöllum.
Tveir Austurfjallamenn voru þar næt-
urgestir. Annar þeirra var Jón Jónsson
bóndi á Seljavöllum. Þeir sungu við
húslestur og baðstofan fylltist af fögr-
um söng. Jón var sonur Jón Jónssonar
bónda á Lambafelli og konu hans,
Guðnýjar Vigfúsdóttur. Af þeim er
komið margt söngvið fólk.
Ég minnist góðra gesta frá æsku-
heimili mínu, Jóhannesar Bjarna Jóns-
sonar og Sigurveigar Vigfúsdóttur frá
Vík í Mýrdal. Þau gistu jafnan nokkrar
nætur á vetrum. Jói Bjarni, eins og
hann var kallaður, hafði alist upp í
Varmahlíð og leit á föður minn eins og
bróður. A rökkurstundum sátu Jói
Bjami, Sigurveig og faðir minn saman
og kváðu rímur utan bókar, Einbúa-
rímu, Jannesarrímu, einstakar rímur úr
Svoldarrímum Sigurðar Breiðfjörðs og
Líkafrónsrímum. Ekki hefði ég viljað
fara á mis við þá reynslu. Fóstra móður
minnar, Kristín Björnsdóttir á Ysta-
Skála, undi engu betur en sitja við
rokkinn sinn og kveða mansöngvana úr
Númarímum. Löngum söng hún þá
einnig Ijóð Jóns Thoroddsen: „Ur þeli
þráð að spinna“ við lag Bellmanns, er
hún teygði lopann fram úr kembunni.
Söngur lífgaði víða mannlíf. Söngur
gat stytt sjóferð og þó sagði gamall
málsháttur: Ekki á saman söngur og
sjóferðir. Ferðamenn sungu löngum
saman á góðum reiðvegum, einkum
væri „tár í auga“ eins og sagt var. Ey-
fellingur á heimleið mætti nokkrum
sveitungum sínum úti í Rangárvalla-
sýslu og voru allir syngjandi. Þar voru í
för m.a. Jakob Eyjólfsson á Núpi og
Jón Einarsson á Mið-Skála, fóstursonur
Ingibjargar Jónsdóttur. Heim kominn
sagði maðurinn frá syngjandi hópnum.
Þetta ræddu svo þrjár nágrannakonur,
Ingibjörg á Mið-Skála, Ingibjörg Jóns-
dóttir í miðbænum á Ysta-Skála og
Margrét Skúladóttir á Núpi, móðir
Jakobs. Ingibjörg á Mið-Skála innti til:
„Já, allir að syngja, eitthvað er það nú
skrýtið." Ingibjörg í miðbænum sagði:
„Það held ég hafi nú verið söngur."
Margrét Skúladóttir lagði þá til: „Hann
Kobi, sem syngur svo ljómandi vel.“
Það væri ekki úr vegi að minnast á
hlutverk Ungmennafélagsins Drífanda í
sönglífi Vestur-Eyjafjalla. Það var
stofnað árið 1906, næst elsta ung-
mennafélag landsins. Fundi sína hafði
það í samkomuhúsinu við Hofsá sem
byggt var fyrir eigið fé Sigurðar Sig-
urðssonar bónda á Seljalandi og sona
hans, Hannesar og Hálfdans.
Félagið eignaðist snemma orgel sem
Sigurður á Brúnum kunni vel með að
fara. Fundir skiptust niður í ræðuhöld,
söng og dans. Sungið var milli dans-
spretta, ættjarðarljóð þjóðskáldanna eitt
-17-