Goðasteinn - 01.09.1995, Side 24
Goðasteinn 1995
Suðurferðin
Við fórum fyrsta daginn að aflok-
inni Reyðarvatnsrétt, og komumst að
Kaldbak um kvöldið. Sá bær stendur á
austanverðum bakka Ytri-Rangár. Þar
vorum við um nóttina.
Daginn eftir var lagt af stað með
birtu. Var byrjað á því að ferja okkur
og kindurnar yfir, mig minnir að þær
væru 23. Allt fór það vel. Nú var rölt af
stað hægt og rólega, svo að bæði menn
og skepnur yrðu úthaldsbetri í hina
fyrirhuguðu langferð.
Fyrsti áfanginn var að Lækjarbotn-
um. Þar var stoppað, borðuðum við þar
af nesti okkar, en kaffi var okkur gefið
á eftir. Við urðum að bera mat til ferð-
arinnar, því lítið var um peninga.
Nokkrar krónur höfðu samferðamenn
mínir en ég var með 1 krónu og 50
aura. Atti þetta að nægja mér þangað til
ég gæti selt sauð 1 vetra er ég fékk
heima. Seldi ég hann í Hafnarfirði fyrir
kr. 7,25. Þóttu mér það miklir peningar.
Þegar við höfðum hvílt þarna eina
klukkustund var lagt af stað. Voru nú
bæði menn og skepnur hressari eftir
hvíld og næringu, en sami var seina-
gangur á ferðinni, mundi nú þykja
heldur hægt miðað við þann mikla
hraða er nú gildir.
Um kvöldið í hálfdimmu náðum við
að Heiði í Holtum. Varð ég því feginn,
því að löng fannst mér leiðin yfir
Kambsheiði. Rúm fengum við á Heiði
og kaffi bæði um kvöldið og morg-
uninn. Ekki man ég með vissu hvað
gistingin kostaði, en mig minnir að það
væru 45 aurar fyrir manninn.
Lagt var af stað með birtu, gömlu
mennirnir voru snemma á fótum. Þenn-
an dag fórum við að Tryggvaskála. Þar
var gott að gista, en varlega varð að
fara með ferðapeningana ef duga ætti,
en með sparnaði mundi það takast,
þangað til ég væri búinn að selja sauð-
inn, en 25 aura skuldaði ég öðrum sam-
ferðamanni mínum og borgaði ég þá
aura undir eins og ég hafði selt kindina.
Þetta var mín fyrsta skuld, sá ég þá
hvað vont er að eyða áður en aflað er.
Daginn eftir fórum við að Völlum í
Ölfusi. Það var stutt dagleið. Þó fannst
mér hver dagur lengi að líða, en næsta
dag var leiðin nokkuð löng, þá fórum
við að Lækjarbotnum - Lögbergi. Það
var gert af ásettu ráði að fara stutta
dagleið áður en lagt var á Hellisheiði.
Ekki veitti af að kindurnar væru sæmi-
lega saddar ef hægt væri, þegar lagt var
á heiðina og það langa og hrjóstruga
grasleysisflæmi er fyrir höndum var,
alla leið suður í Garð, þangað áttu 5
kindur að fara.
Alltaf þokaðist áfram, þó hægt mið-
aði. Frá Lækjarbotnum fórum við og
gistum í smábæ rétt fyrir innan Hafnar-
fjörð, en ég hefi gleymt hvað hann hét.
Þá var ég búinn með ferðapeningana,
og þar fékk ég lánaða 25 aurana, sem
áður getur.
Næsta dag fórum við suður á Vatns-
leysuströnd og gistum á Stóru-Vatns-
leysu. Ekki man ég að neitt gerðist
sögulegt á þessari löngu og seinförnu
leið, en hugsað varð mér til þess er ég
-22-