Goðasteinn - 01.09.1995, Page 25
Goðasteinn 1995
einn ætti að fara þessa leið til baka
fyrir jólin, hvernig sem tíð og færð
væri.
Alltaf voru karlamir rólegir og mér í
alla staði góðir, en það heyrði ég á
þeim er nær dró leiðarenda, að ekki
veitti af að fá sér smá hressingu, en
fram að þessu höfðu þeir lítið gert af
slíku. Þó var víst að báðum þótti vín
sérlega gott, en þeir pössuðu sig vel,
því að oft vill það bera við að menn
fara yfir velsæmistakmarkið á því
sviði. Frá Vatnsleysu var meiningin að
komast á leiðarenda. Var því tímanlega
lagt af stað. Aumingja kindurnar röltu á
undan okkur sárfættar og svangar, voru
þær orðnar tæpar 20 að tölu, eitthvað
varð eftir í Hafnarfirði, svo var verið
að smá tína af þeim alla leið út í Garð.
Þegar við vorum að fara yfir Voga-
stapa, mættum við tveimur mönnum,
sem samferðamenn mínir þekktu. Voru
þeir fljótir að taka upp vasapela. Hýrn-
aði þá sýnilega yfir gömlu mönnunum,
og skyldi enginn ámæla þeim fyrir
slíkt. Supu þeir vel á, en þó í hófi.
Mátti ég fá af þeim drykk, en mig lang-
aði ekki til þess. Sá ég ekki eftir því
síðar þennan dag.
Þegar við komum í Keflavík skiluðu
þeir 3 kindum, öllum á einn og sama
stað. Létu þeir mig standa yfir kindun-
um sem eftir voru. Dvaldist þeim nokk-
uð lengi að mér fannst. Kemur þá til
mín maður og spyr mig hvemig á ferð-
um mínum standi. Segi ég honum það.
Vill hann fá að vita með hverjum ég sé.
Þegar hann heyrir það, segir hann:
„Jæja karlagreyin, eru þeir kenndir,
ég þekki þá.“
Ennfremur spurði hann mig hvort ég
vissi í hvaða hús þeir hefðu farið. Það
-23-