Goðasteinn - 01.09.1995, Page 26
Goðasteinn 1995
gat ég sagt honum, húsið var þarna á
næstunni.
Þá segir hann:
„Mikið hugsunarleysi má þetta vera
af þeim, að láta einn ungling, sem eng-
an þekkir, standa hér yfir kindum með-
an þeir eru að hressa sig. Og sannar-
lega var það af hugsunarleysi og engu
öðru. Jæja, drengur minn, komdu nú
inn til mín að fá kaffisopa, ég skal láta
passa kindurnar á meðan.“
Ég varð feginn, en fannst ég þó vera
að svíkjast um, ef ég yfirgæfi kindum-
ar. En inn fór ég, fékk alúðar viðtökur,
nóg kaffi og kviðfylli af góðum kökum
og sérlega gott viðmót, sem voru nú
jafnvel mestu góðgerðirnar, þó allt væri
það með ágætum.
Þessi maður, sem var svona hugs-
unarsamur og drenglundaður var ívar
skósmiður. Þeim góðu viðtökum, sem
ég fékk hjá þeim ágætis hjónum,
gleymi ég aldrei, en því miður auðnað-
ist mér aldrei síðar að sjá þessi valin-
kunnu hjón, sem höfðu á sér almenn-
ings orð fyrir gestrisni og góða fram-
komu.
Eftir nokkuð langa stund komu karl-
arnir báðir dálítið áberandi kenndir,
sérstaklega annar, enda fékk hann
nokkrar byltur það sem eftir var leiðar-
innar. En áfram var haldið uns við
vorum komnir á leiðarenda eftir 7 daga
ferð.
Lentum við í dimmu í Krókvelli, þar
sem ég átti að vera. Hvert samferða-
menn mínir fóru um kvöldið man ég
ekki. Allt fór þetta vel. Var ég nú kom-
inn í nýju vistina, þreyttur eftir langa
og stranga ferð að mér fannst, þó
sumar dagleiðir væru stuttar.
Vistin syðra
Nú átti að byrja nýtt starf hjá al-
óþekktu fólki. Þarna í heimili voru
hjónin, 6 böm þeirra, öll ung, og móðir
konunnar, gömul og góð kona. Hún hét
Guðríður. Hún var mér sérlega góð eins
og allt það fólk. Leið mér vel hjá því
að öllu leyti, viðmót gott og alveg
sæmilega gott fæði, alltaf nóg að
borða.
Nú byrjaði vinnan. Það helsta sem
hægt var úti við var að rífa upp grjót úr
túni og skera ofan af. Vann húsbóndi
minn að því þegar hann gat og var ég
að hjálpa honum til. En þegar ekki var
hægt að vinna úti, var ég helst að mala
rúg í handkvörn. Já, og svo voru það
sjóferðirnar. Ég held við höfum farið
15-16 sinnum á sjó. Var róið með
handfæri og oft legið fyrir lúðu. Ekki
var mikið fiskirí, en þó veiddust nokkr-
ar lúður stórar. Það var ágætur afli. Var
hún hert í rikling. Heldur var ég klaufa-
legur við þetta, en smálærðist.
Fyrsti fiskurinn sem ég dró var
langa. Þóttist ég nú heldur meiri maður
er ég hafði komið henni inn fyrir borð-
stokkinn. Þegar í land var komið, segir
Stefán húsbóndi minn, sem einnig var
formaður á bátnum, að Maríufiskinn
skuli ég gefa gamalli konu er hann til-
tók og vísaði mér leið til hennar.
Tók ég fiskinn og labbaði til gömlu
konunnar, sagði henni erindi mitt og
fékk henni fiskinn. Þakkaði hún mér
-24-