Goðasteinn - 01.09.1995, Page 27
Goðasteinn 1995
með mörgum fögrum orðum og bað
mér allrar blessunar, og sagðist hugsa
að einhvem tíma mundi Guð launa mér
þennan fisk og líklega yrði ég heppinn
ef ég stundaði sjó. Ég held það hafi líka
verið rétt hjá gömlu konunni. Ég var
svo lánsamur tveimur ámm eftir þetta,
þegar ég fór til sjós á vetrarvertíð, að
þá lenti ég í einhverju besta skiprúmi í
Þorlákshöfn hjá hinum valinkunna
sæmdar og aflamanni Gísla Gíslasyni
silfursmið frá Oseyrarnesi, síðar í
Reykjavík. Hjá honum var ég átta
vetrarvertíðir, tel það einhver bestu
tímabil ævi minnar. Þetta var nú máske
útúrtúr.
Ég undi mér yfirleitt vel, en þó kom
fyrir að í mig duttu smá leiðindastund-
ir. En ég ásetti mér að vera rólegur,
vissi að tíminn hlaut að þokast áfram.
Um dvöl mína þarna er ekki neitt
markvert að segja. Tíminn leið og
þegar kom fram á jólaföstu tók ég að
hugsa hvemig ég mundi komast heim,
hátt á annað hundrað kílómetra, einn
gangandi með fataleppana mína og ein-
hvem nestisbita á bakinu.
Þegar nokkrir dagar voru til jóla
frétti húsbóndi minn að maður sunnan
af Miðnesi ætlaði til Reykjavíkur, og
vildi hann að ég færi með þeim manni,
þó ekki væru komin haustvertíðarlok.
Var svo ákveðinn dagur hvenær lagt
skyldi af stað. Gerði ég bæði að hlakka
til og kvíða fyrir. Nú var ekki nema um
eitt að ræða, taka í sig kjark og taka
með karlmennsku og ró því sem að
höndum bæri, láta hverjum degi nægja
sína þjáningu.
Heimferðin
Morguninn sem við lögðum af stað
var Miðnesbúinn kominn fyrir birtu að
Krókvelli. Kvaddi ég með virktum það
fólk sem hafði verið mér í alla staði
gott og það ámaði mér allra heilla og
velfarnaðar. Við tókum poka okkar og
prik, færi var ágætt og veðrið hæg kæla
á norðan, jörð snjólaus en hart undir
fæti.
Þennan dag fórum við að Stóru-
Vatnsleysu. Samferðamaður minn
þekkti þar til og fékk strax gistingu, en
ég labbaði heim að litlu koti, barði þar
að dymm. Gamall maður kom til dyra.
Bað ég hann um gistingu. Tók hann því
fremur dauft. Spurði ég þá hvort hann
gæti ekki vísað mér á einhvem stað þar
nálægt, sem hægt væri að fá húsaskjól
næturlangt. Sagði hann lítið við því, en
sagði ég skyldi koma inn með sér. Varð
ég því sannarlega feginn.
Baðstofan var mjög lítil, tæp
tveggja rúma lengd. Tvö rúm voru
fram við þil, hvort á móti öðru. Á öðm
þeirra sat nokkuð roskin kona. Var hún
að prjóna, en í rúminu á móti lá ungur
maður, auðsjáanlega eitthvað veikur.
Tók hann vel kveðju minni og gamla
konan einnig. Ég sá nú þegar að full-
gild ástæða var, þó ég hefði alls ekki
fengið að vera þarna næturlangt. En
þarna leið mér vel að öllu leyti, nema
hvað rúmið sem ég svaf í var allt of
stutt. Fólkið var þægilegt og gaf mér
kaffi bæði um kvöldið og morguninn.
Kom það sér víst vel fyrir mig, því að
fáar voru krónur til ferðarinnar. Ég
-25-