Goðasteinn - 01.09.1995, Side 28
Goðasteinn 1995
vann aðeins fyrir mat í Krókvelli, en
fékk 3 krónur til ferðarinnar þegar ég
labbaði af stað sunnan að.
Eitt var sem fór illa með mig þessa
fyrstu nótt á ferðalaginu. Rúmið var
allt of stutt svo að ég fékk miklar harð-
sperrur, en var dálítið þreyttur um
kvöldið, mér brá svo mikið við að
labba sunnan úr Garði og inn að Vatns-
leysu eftir mjög lítinn gang þar syðra.
Ég smáliðkaðist þegar fram á daginn
kom.
Við komum í Hafnarfjörð, fengum
þar kaffi og kökur. Var það vel þegið
og góð hressing. Þaðan fórum við til
Reykjavíkur um kvöldið. Þar skildu
leiðir okkar.
í Reykjavík þekkti ég sárafáa, en
vissi þó af hjónum er voru kunningjar
foreldra minna. Þau hétu Arni og Guð-
rún, ættuð af Rangárvöllum. Árni var
bróðir Jóns Þórðarsonar kaupmanns og
starfsmaður við verslun Ólafs
Ámundasonar. Þangað fór ég, tók Ámi
vel á móti mér og bauð mér strax gist-
ingu. Vissi hann hvernig á ferð minni
stóð. Þótti honum sem líka var, löng
leið fyrir höndum hjá mér. Taldi hann
varlegt fyrir mig að fara einan austur,
en ég sagðist því miður ekki vita af
neinni ferð.
„En hér var í dag maður austan úr
Ölfusi“, en hann sagðist ekki vita nema
hann væri farinn. En væri hann ekki
lagður af stað austur, taldi hann víst að
hann kæmi í búðina til þeirra áður en
lokað yrði. Og rétt í þessu kemur þessi
Ölfusingur þarna inn. Var Ámi fljótur
að biðja hann að lofa mér að verða
honum samferða. Hann sagðist fara kl.
6 næsta morgun, vera með einn hest
með klyfjum, sagði ég mætti vera með
ef ég yrði ekki til tafar. Hefur honum
sennilega þótt ég eitthvað annað en
hreystilegur langferðamaður. Það lái ég
honum heldur ekki.
í þessu kemur maður þarna inn í
verslunina. Þekkti hann mig og vissi
um ferðir mínar. Segir hann mér strax
að ég sé heppinn, því hér séu staddir
þrír menn austan úr Fljótshlíð. Séu þeir
gangandi og ætli að fara upp úr hádegi
á morgun. Þessu varð ég sérlega feg-
inn, ég átti samleið með þeim að kalla
mátti alla leið. Bjóst ég við að ég
þekkti þá og taldi víst að þeir hefðu
ekki á móti því að ég yrði þeim sam-
ferða. Það reyndist líka svo, en hitt
taldi ég víst, er ég heyrði hverjir það
voru, að erfitt yrði fyrir mig að fylgja
þeim, þetta voru allt frískleikamenn á
besta aldri.
Ég hitti svo þessa menn um kvöldið,
samdist vel með okkur. Sögðust þeir
leggja af stað kl. 1-2 eftir hádegi,
sögðu mér hvar ég skyldi hitta þá. Allt
stóð það heima. Kl. 2 fórum við af
stað. Einn af þessum mönnum bar 26
1/2 kg, en tveir létta poka. Minn poki
var 16 1/2 kg.
Þegar við komum inn að Rauðará,
er Guðmundur kíkir að labba þarna
austur veginn. Slæst hann í för með
okkur. Dálítið innar sjáum við mann á
undan okkur með poka á baki, fór hann
hægt. Þegar við nálguðumst mann
þennan, segir Guðmundur:
-26-