Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 30
Goðasteinn 1995
tveir röltum áfram veginn að Tryggva-
skála. Þar stönsuðum við, en að
Þjórsártúni átti að keppa um kvöldið.
Mér fannst ég vera sárfættur og þreyt-
tur, samt varð að leggja af stað, gera
eins og mögulega var hægt, langt var
ennþá eftir.
Farið var nokkuð að dimma þegar
við komum að Skeggjastöðum, en
áfram var haldið þó hægt miðaði. En er
við komum austur á móts við Bitruholt,
kemur maður á eftir okkur. Fór hann
nokkuð greitt. Eftir að hafa heilsað
okkur, fer hann að spyrja okkur hvaðan
við komum og hvað langt við séum
búnir að labba í dag. Samferðamaður
minn varð fyrir svörum og sagði að ég
kæmi alla leið sunnan úr Garði.
Þá sagði þessi maður:
„Réttið þið mér pokana ykkar, ég
skal reiða þá svolítinn spotta.“
Þetta var þakksamlega þegið. Var
hann okkur samferða að Þjórsártúni og
reiddi pokana þangað. Þetta var mjög
mikil hjálp. Eg man vel hvað ég var
sárfættur, með dreyrablöðrur neðan á
flestum tánum, og hef víst verið heldur
vesalmannlegur.
Þessi maður, sem var okkur svona
hjálplegur, var Páll Stefánsson á Ás-
ólfsstöðum. Hann var að fara að Þjórs-
ártúni. Átti að vera þar á bændafundi
daginn eftir.
Nú vorum við þó komnir í Rangár-
vallasýslu, þó langt væri ennþá eftir
heim. En hægt var úr þessu að hafa
stuttar dagleiðir, enda gerði ég það.
Alltaf var sama veðurblíðan, næst-
um því logn, en dálítið frost.
Enn var lagt af stað að morgni og
nálægt hádegi komum við að Rauða-
læk. Þar skildu leiðir okkar, samferða-
maður minn fór beinustu leið suður í
Bjóluhverfi, ætlaði þar yfir Ytri-Rangá,
en ég tók stefnu að Árbæ í Holtum.
Gekk það allt sæmilega. Var nú mýkra
undir fæti á Holtamýrunum.
Hélt ég áfram uns ég var kominn á
móts við Geldingalæk. Var þá orðið
skuggsýnt. Eg vissi að þar var bátur og
menn oft fluttir yfir ána. Kallaði ég nú
ferjuna og var svo heppinn að til mín
heyrðist strax, og eftir stutta stund var
ég sóttur. Var mér vel tekið þar og var
nú ánægður að vera kominn heim í
mína sveit, þótt enn væri full fjögurra
tíma leið heim til mín. Þurfti nú engu
að kvíða. Þá bjuggu á Geldingalæk
bræðurnir Loftur og Einar, er síðar var
lengi þingmaður Rangæinga. Hjá hon-
um var ég 3 vikur í skóla veturinn áður
en ég var staðfestur. Frá þeim tíma
þótti mér alltaf vænt um þá bræður
báða.
Daginn eftir var stutt dagleið hjá
mér. Eg fór að Heiði, sem er einni bæj-
arleið ofar en Geldingalækur. Þar
bjuggu mikil sæmdarhjón, Guðbjörg
Filippusdóttir og Oddur Pétursson. Þar
átti ég bróður, sem hafði alist þar upp.
Var mér vel tekið þar, eins og alls stað-
ar á Rangárvöllum.
Næsta dag fór ég að Reyðarvatni.
Þar átti ég frændfólk, sem var á líkum
aldri og ég. Þar var mér vel tekið að
vanda. Var þar glatt um kvöldið og
spilað af kappi.
-28-