Goðasteinn - 01.09.1995, Side 32
Goðasteinn 1995
Sr. Arngrímur Jónsson dr. theol.:
ODDAKIRKJA
Erindi flutt fyrir Oddasöfnuð 23. október 1994
Eg hefi verið beðinn að segja lítið
eitt um kirkjur, sem staðið hafa í Odda.
Tilefnið er, að 70 ár eru frá því, að
kirkjan var vígð á 21.
sunnudegi eftir trinitatis
árið 1924. Þetta var sjötta
prestskaparár fyrirrenn-
ara míns, síra Erlendar
Þórðarsonar. Kirkjuna
vígði síra Jón Helgason,
biskup. Þessi dagur er því
hinn fyrri kirkjudagur, ef
svo má segja. Kirkjan var
vígð að nýju á 2. sunnu-
degi í jólaföstu árið 1953.
Þá vígði síra Bjami Jóns-
son, vígslubiskup, kirkjuna að nýju.
Það er gild venja að endurvígja
kirkjur, ef innviðum er breytt í þeim.
Það var gert. Kórinn var lengdur og
hækkaður til lofts. Við þá breytingu
fékk kirkjan þá prýðilegu ásýnd, sem
hún hefir nú og eftir mjög góða viðgerð
og stækkun á sönglofti, sem fram-
kvæmd var fyrir nokkrum árum.
Ætla má, að kirkja hafi verið reist í
Odda skömmu eftir kristnitöku. Ekki er
þó vitað um ártal. í fornum ritum er
þess getið, að hún hafi verið helguð
heilögum Nikulási, biskupi, sem
kenndur er við Bari á Italíu. Hann var
kirkjudýrlingur fjölda kirkna á íslandi.
Heilagur Nikulás,
kirkjudýrlingur, var mál-
aður á nyrðra kórþil að
beiðni minni, þegar kirkj-
an var endurbætt árið
1953, til að halda í forna
minningu. Myndina gerði
hin ágæta listakona Greta
Björnsson. Þau hjónin,
Greta og Jón Björnsson,
málarameistari og lista-
maður, máluðu kirkjuna
utan og innan af mikilli
smekkvísi og list. Það gleður mig
mjög, að litum á kirkjunni var nálega
haldið innan dyra og við sumum ekki
hreyft þegar kirkjan hlaut endurbætur
nú síðast.
Eg vil geta þess, að Kristján Eldjárn,
þjóðminjavörður, hrósaði mjög endur-
bótum og málun kirkjunnar í grein í
Morgunblaðinu árið 1953.
Ekki eru til lýsingar á kirkjum, sem
staðið hafa í Odda, fyrr en eftir siðbót.
Eg ætla, að þær hafi allar verið með
sama lagi eða líku frá því um 1500 og
-30-