Goðasteinn - 01.09.1995, Side 34
Goðasteinn 1995
aðstoðarprestur föður síns og svo eftir-
maður hans, þar til síra Björn tók við
stól á Hólum árið 1697. Síra Þorleifur
Jónsson var prestur í Odda í nærfellt 40
ár.
Merkisgripir voru í Oddakirkju, sem
síra Þorleifur og kona hans lögðu kirkj-
unni til. Fyrst skal nefna kertahjálm úr
kopar, sem hékk í kirkjunni um mína
daga þar, en er nú tekinn ofan og hang-
ir á miðlofti turnsins. Því miður var
búið að leggja í hann rafmagnsleiðslur.
Kertahjálmurinn er nær 340 ára gamall.
Síra Þorleifur lét og smíða forkunn-
ar góðan predikunarstól, útskorinn með
myndum. Þessi stóll var seldur úr
kirkjunni að skipan síra Hallgríms
Sveinssonar, biskups og í tíð síra Skúla
Skúlasonar. Þetta gerðist árið 1895 og
sá, er keypti stólinn, var Jón Vídalín,
konsúll. Hann safnaði fornum gripum.
í kirkju þessari, sem síra Snæbjörn
Stefánsson reisti upphaflega, voru grip-
ir frá fyrri tíð, sumir fornir mjög.
Róðukrossinn eða guðspjallakross-
inn, sem nú hangir á þilinu uppi yfir
predikunarstólnum, er talinn vera frá
13. öld. Hann er nefndur í máldaga
Oddakirkju, er Jón Halldórsson, biskup
setti 1332. Þessi kross var hafður á
altari í Oddakirkju frá árinu 1953, en
hafði áður hangið yfir kórdyrum.
Krossinn var tekinn af altarinu, er nýr
róðukross var keyptur á sjöunda ára-
tuginum.
Annar kaleikurinn, sem kirkjan á, er
talinn vera frá öndverðri eða miðri 14.
öld. Stéttin og hnúðurinn á stöpli kal-
eiksins er gotneskrar gerðar. Öll er
stéttin grafin dýrlingamyndum. Meðal
dýrlinganna á stéttinni er Ólafur Har-
aldsson, konungur. Skálin er grunn og
víð og gæti verið yngri en stétt og
hnúður.
Ekki er vitað hver lagði kirkjunni til
kaleik þennan, en tímans vegna gæti
það hafa verið nafni minn Brandsson,
síðar ábóti í Benediktsklaustri á Þing-
eyrum. Hann er af sumum talinn hafa
fyrstur flutt orgel til íslands.
Annar kaleikur er og í Oddakirkju.
Hann er með víravirki á stétt, sem er
gotneskrar lögunar. Hnúðurinn er einn-
ig gotneskrar gerðar, en ekki samstæð-
ur stéttinni, að því er virðist. Skálin er
mjög ung. Um þennan kaleik er sagt í
visitasíu Brynjólfs, biskups, Sveins-
sonar 1641, að Magnús Oddason,
nokkur, hafi gefið hann kirkjunni. Hve-
nær sá maður var á dögum veit eg ekki,
en patína, sem látin er fylgja kaleikn-
um, sem áður var nefndur, er sett
höfðaletri. Textinn á patínunni er þann-
ig: „Magnus Odason gaf mik Gud og
Maria ....“ og svo eitthvað meira, e.t.v.
skammstöfun, sem eg veit ekki hvað
þýðir.
Margt fleira var í þessum kirkjum
frá fyrri tíð. Bríkur tvær, önnur með
vængjum var yfir háaltari, hin yfir litla
altari eða Nikulásaraltari. Á þessum
bríkum voru skornar myndir og eru nú
leifar annarrar hvorrar í Þjóðminjasafni
íslands. Þetta eru tveir myndpartar.
Annar sýnir „Boðun Maríu“, en hinn
„Vitringana". Ennþá er brík yfir altari í
Oddakirkju árið 1752, er síra Ólafur
Gíslason, biskup visiterar. Hann hafði
-32-