Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 36
Goðasteinn 1995
bríkin forna ekki. Hún virðist hafa
horfið í tíð síra Gísla Thorarensen, sem
var prestur í Odda 1784-1807. Hann
var einn feitasti maður í prestastétt, 32
fjórðungar að þyngd eða 320 pund.
Prestsfrúin, Jórunn Sigurðardóttir, var
talin 10 pundum þyngri. Við hana var
kennd bakþúfa í hestaréttinni. Þúfan
var greinileg á hlaðinu í minni tíð og
þótti merkileg þeim, er sáu.
Síra Gísli Thorarensen lætur gera
altaristöflu árið 1785. Hún var gerð og
máluð af Ámunda Jónssyni, snikkara,
sem kenndur er við Langholt. Altaris-
taflan er nú í Þjóðminjasafni íslands.
Árið 1804 fær hann Ámunda einnig til
að smíða skírnarfontinn, sem enn er í
kirkjunni.
I kirkju síra Ásmundar Jónssonar
voru stúkur tvær við innstu kirkjubekki
með hurðum, sín hvoru megin í kirkj-
unni, líkt og er í Dómkirkjunni í
Reykjavík. Undarlegast við lýsingu á
þessari kirkju, ef rétt er, er það, að pre-
dikunarstóllinn hefir staðið á fæti í
miðjum kór, fram af altari. Þetta er
predikunarstóllinn, sem síra Þorleifur
Jónsson lét gera kirkju sinni.
Kirkja síra Ásmundar Jónssonar
entist í tæp 40 ár. Þá reisti síra Matthías
Jochumsson kirkju árið 1884. í henni
messuðu þrír forverar mínir. Þessi
kirkja stóð í tæp 40 ár og þá er enn
reist ný kirkja, þessi, sem nú hefir
staðið í 70 ár með viðgerðum og endur-
bótum. Predikunarstólinn og altarið
smíðaði Hjörtur Oddsson í Eystri-
Kirkjubæ. Geymsluskáp altarisins var
lokað í minni tíð, svo að ekki safnaðist
rusl í altarið.
Guðjón Samúelsson, húsameistari,
teiknaði kirkjuna í upphafi. Þegar end-
urbæturnar voru gerðar árið 1953,
teiknaði Bjarni Pálsson, tæknifræðing-
ur á Selfossi, breytingarnar, en smiðir
voru þeir Guðmundur Þórðarson á
Lambalæk, Elías Tómasson, Uppsölum
og Guðmundur Gunnarsson frá Mos-
hvoli. Hér læt eg staðar numið um
kirkjurnar í Odda.
Spumingu vil eg gjaman vekja upp í
huga ykkar. Hún er þessi: Hvert er
hlutverk kirkju? Mér þykir það skipta
meginmáli, að allir fái komist að sömu
niðurstöðu um þetta hlutverk.
Eigi eg að svara í stuttu máli, þá er
svarið þetta: Kirkjan er náðarstaður
öllum mönnum. Hvað er átt við með
því? Þetta: Náð merkir það, sem er
veitt sem gjöf, óverðskulduð gjöf.
Náðarstaður er því þar, sem Guð veitir
mönnum gjafir. Enginn veit þó af
þessum gjöfum né getur þegið þær
nema sá, sem hefir gengið Guði til
handa í undirgefni, trausti og barnslegri
einlægni, því að Guð er faðir. Til þess
er kirkjuhúsið, að þetta undirgefna
samfélag guðsbarna geti komið þar
saman til tilbeiðslu, sem fólgin er í því
að skynja leyndardóm Guðs, hið heila-
ga og lifa í slíkri skynjun í undirgefni.
Aldrei fáum vér skilið Guð og verk
hans með rökhyggju okkar eða skynse-
mi, ef menn vilja nefna það svo. Allt
sem Guð er og gerir er algjörlega
-34-