Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 39
Goðasteinn 1995
verið að vekja spurningar sem bókin
síðan svaraði. Þá má hafa í huga að í
Djúpadal í Eyjafirði finnst byggð sem
kallast „undir fjöllum“ og þá rituð með
litlum staf. Það er byggðin vestan
Djúpadalsár. íbúamir þar eru stundum
nefndir „fjallabúar“.
Hlutlæg umfjöllun
Bókin skiptist í 24 kafla. Stærsti
hlutinn fjallar um einstök mál fólksins
sem veist var að undir A-Eyjafjöllum.
Einnig er greinargott yfirlit yfir dóma
Landsyfirréttar í málunum, nokkur
grein gerð fyrir aðalpersónunum, sem
voru sýslumaður, Páll Briem, hrepp-
stjórinn Jón Hjörleifsson og Þorvaldur
Bjömsson á Þorvaldseyri, sem áður hét
Svaðbæli.
Sá kafli hefði mátt vera ögn lengri,
en höfundur heldur sig við bókfærðar
staðreyndir sem er vel vegna sagn-
fræðilegs gildis.
Þó svo að á móður höfundar hafi
verið lagðar ómanneskjulegar byrðar í
æsku að ósekju, þá tekst honum að
halda sig frá tilfinningalegri umfjöllun
um þær raunir hennar.
Kannski hefur hún verið þögul um
þær vegna efans sem þríeykið hefur
sáð í huga hennar sem margra annarra.
Einnig tekst honum að halda sig frá
munnmælasögum, sem nóg er af vegna
þessara mála, sem lengst af vom kölluð
„Þorvaldarmálin" en nú í seinni tíð er
farið að kalla „Fjallamálin“.
Aftast í bókinni er getið helstu
heimilda og þar er einnig nafnaskrá.
Myndir
Bókin er myndskreytt bæði með
gömlum myndum og einnig nýteknum
litmyndum af söguslóð. Inn á þær eru
teiknaðir atburðir úr málunum. Þetta
allt gefur bókinni ferskan blæ og tengir
söguna nútíðinni á myndrænan hátt.
Ein myndanna á þó ekki heima
þarna en það er myndin af heimilis-
fólkinu á Rauðsbakka, bls. 64. A
myndinni er ekki það fólk sem getið er
um í myndatexta.
Á myndinni eru, talið frá vinstri:
Alda Jóhannsdóttir, síðar húsfreyja
Vestmannaeyjum, Steinunn, dóttir
Margrétar Jónsdóttur og Jóns Einars-
sonar, sem bjuggu á Rauðsbakka frá
1899-1937, þá Margrét húsfreyja, síðan
Adolf Andersen, síðar bóndi Önundar-
horni, við hlið hans Njáll Andersen,
síðar járnsmiður Vestmannaeyjum,
næst er Kristný Ólafsdóttir, dótturdóttir
Margrétar og Jóns, dóttir Krístínar og
Ólafs í Gíslholti, Vestmannaeyjum, þá
Sigríður og yst til hægri í glugganum
María, báðar dætur Margrétar og Jóns.
Fólkið á umræddri mynd.
-37-