Goðasteinn - 01.09.1995, Page 40
Goðasteinn 1995
Klæðnaður fólksins á myndinni
markast af því að það var á leið til
ullarþvottar þegar myndin var tekin en
hana tók Guðjón Gíslason, Uppsölum,
Vestmannaeyjum, sennilega árið 1926.
Eins er á myndsíðu milli bls. 96 og
97 mynd sem teiknaður er inn á atburð-
ur í Fitjamýrarrétt. Sagt er að bærinn
Fitjar sé í baksýn. Bær með því nafni er
ekki til undir Fjöllunum, heldur er það
bærinn Fitjamýri sem er í baksýn.
A bls. 147 er mynd sem sögð er af
Raufarfellsbæjunum. í myndtexta
stendur ma.: „Raufarfellsbæirnir. í
fjallinu er stór og djúp rauf og fellur
lækur á milli bæjanna. En nokkru aust-
ar er bærinn Rauðafell.“ Þetta er ekki
alls kostar rétt. Til vinstri á myndinni
er bærinn Selkot en til hægri bæirnir á
Raufarfelli.
Það sem hér er upp talið af rang-
færslum varðandi myndimar í bókinni,
er ágalli og hefði sá sem ber ábyrgð á
þessu mátt vanda sig ögn betur.
Bókarhöfundur, Kristinn Helgason,
ásamt Eygló í Ystabœli
Tilgangur málanna
Eins og í upphafi segir, þá eru rakin
í bókinni mál sem risu undir Austur-
Eyjafjöllum fyrir einni öld.
Tæpast er hægt að fullyrða neitt um
tilgang þessara hræðilegu mála. Hafi
tilgangurinn verið að flæma fólk úr
hreppnum, má merkja að það hafi tek-
ist að hluta, ef rýnt er í bók Martin
Schuler, „Búsetuþróun á íslandi 1880-
1990.“ Þar má sjá að meiri fólksfækk-
un hefur orðið í hreppnum á þessum
árum heldur en í öðrum hreppum sýsl-
unnar.
Þó hreppstjórinn hafi sagt við eigin-
konur þeirra manna sem teknir voru
fyrir: „Þú skalt ekki hafa áhyggjur, ég
sé til með þér“, segir það ekki hug
þeirra manna sem stóðu fyrir þessum
ósköpum. Léttvæg hljóta þau orð að
hafa verið þegar djöfulgangurinn stóð
sem hæst. Agirnd og drottnunargirni
hljóta að hafa verið afgerandi þættir,
ásamt einhverri forpokun sálarinnar.
Oskiljanleg má heita framkoma sýslu-
manns. Skapbrestir hans og e.t.v.
áherslur í námi úti í Kaupmannahöfn,
hafa vafalítið verið helstu hvatar að
þeim myrkraverkum sem hann studdi
undir Eyjafjöllum.
Aðför að saklausum fátæklingum á
ábyrgð hans, olli óbærilegum raunum.
Þessi mál eru nálæg í tíma og lifa enn-
þá í hugum Eyfellinga.
-38-