Goðasteinn - 01.09.1995, Page 41
Goðasteinn 1995
Efnisval
I bókinni eru málsatvik skýrt fram
sett, tilbúnaður þeirra og umfang. Vafa-
laust hefur höfundi verið vandi á hönd-
um að velja úr málsskjölum og víða
orðið að leita fanga. Ekki var hægt að
koma öllum skjölum þessara mála fyrir
í einni bók, svo það varð úr að velja.
Það sýnist svo að vel hafi tekist.
Bókin dregur ýmislegt fram sem
ekki hefur verið á vitorði almennings
undir Eyjafjöllum.
Hæst ber mál Guðmundar í Yzta-
Bæli og aðför þessara manna að því
heimili. Dýrt varð honum og fjölskyldu
hans lambið úr Fitjarmýrarrétt sem
hvarf svo hjá syni hreppstjórans, sem
síðar varð bóndi á Klausturhólum.
Það setur hroll að lesanda bókarinn-
ar þegar svo er komið að Guðmundur í
Yzta-Bæli situr í fangelsi og eiginkon-
an deyr og eftir stendur einmana barn á
heimilinu. Fátt getur réttlætt slíkt.
„Þú sem átt að vera forsvar ekkna
og munaðarlausra, og djöflinum einum
er þjónusta að athæfinu ykkar“, segir
Jón Eyjólfsson við sýslumann og eru
orð að sönnu.
Ekki kemur fram að viðkomandi
yfirvöld hafi ráðstafað baminu á annað
heimili. Það gerir frásögnina áhrifaríEa
að skilja svo við hana. Hitt er vitað að
hjónin Ingveldur og Guðjón í svoköll-
uðum Miðbæ á Raufarfelli tóku bamið
til sín við fráfall móður þess. Seinna
fór hún að Drangshlíð til Gissarar Jóns-
sonar og konu hans og dvaldi þar tvö ár
og taldi sig hafa notið góðs atlætis þar.
/
I gleymsku?
Haft er eftir konu, sem var ung að
árum þegar atburðir þessir gerðust, að
„það sem Guð er búinn að fyrirgefa,
eiga mennirnir ekki að tala um“.
Vafalítið er þetta speki sem upp hef-
ur verið höfð af geistlegum yfir-
völdum, sem hafa viljað lappa upp á
ásýnd hinna veraldlegu í augum sauð-
svarts almúgans.
Ef farið væri eftir þessu núna, hefði
ekkert orðið af ritun þessarara bókar.
Það hefði verið mjög miður.
Tilgangur þessarar bókar sýnist vera
aðallega sá að birta sanna lýsingu á
atburðum þessum og hreinsa saklaust
fólk af áburði um saknæmt athæfi og er
það vel þó seint sé.
Bók þessi ætti að vera skyldulesning
hveijum þeim erlcjörinn er til valda.
Fjörgamall sagði Þorvaldur á Þor-
valdseyri að með nýjum tímum kæmu
ný ráð, þegar sagt var við hann að
þessir atburðir gætu ekki endurtekið
sig. Þessi orð Þorvaldar eru umhugs-
unarefni.
Því miður gætu margir skrifað undir
þessi orð Þorvaldar sem hafa lent fyrir
hefni- og óbilgjömum yfirvöldum.
/
Alyktanir höfundar
Þar sem höfundur veltir vöngum
yfir einstökum atriðum sem fjallað er
um í bókinni, þá virðast niðurstöður
-39-