Goðasteinn - 01.09.1995, Page 44
Goðasteinn 1995
en tókst ekki. Þá var þrautalendingin að
bjóða fram peninga fyrir barnið, sem
gekk ekki heldur.
Frásögn þessi er á bls. 173 í um-
ræddri bók og heitir „Tólf manna árás“.
Ekki þarf að efast um að hvert orð
er satt í frásögn þessari hjá nákvæmnis-
manninum Eiríki á Brúnum.
I ævisögubroti Jóns A Gissurarson-
ar, sem ber heitið„Satt best að sega“,
minnist höfundur afa síns, Jóns hrepp-
stjóra. A bls. 22 nefnir hann sam-
drykkju þeirra vina, Þorvaldar og afa
síns sem kona hans hafði megnustu
andúð á.
Á bls. 23-24 minnist Jón Á Gissur-
arson á Þorvaldarmálin og þá helst þess
að Fjallamenn ætluðu að brenna Þor-
vald inni að fomum sið. Ekki ber frá-
sögn Jóns Á saman við það sem stend-
ur í „Fár undir fjöllum", enda styðst
hann við annað en skjöl þau sem liggja
til grundvallar þeirri bók, en ... „satt
best að segja“ er ágætis regla.
Framtali breytt
Á bls. 24 í bók sinni segir Jón Á
Gissurarson frá tíund bænda sem afi
hans skráði. Þar segir höfundur frá því
þegar hann furðaði sig á því sem barn,
að afi hans breytti framtali bónda
nokkurs í hreppnum og fækkaði grip-
um. Engin svör gaf afinn þegar bama-
barnið spurði hvers vegna hann gerði
þetta.
Það mun vera rétt að þessi maður,
Brandur bóndi á Önundarhorni, keppti
að þeim sjálfsagða rétti í huga okkar
nútímamanna, að fá kosningarétt og
kjörgengi. Þarna réðu eigur manna.
Ekki mun það hafa verið talið fýsilegt í
augum hreppstjórans að fá Brand í
þann „fyrirmyndarhóp" sem mátti
kjósa.
Hrósað hefðu sumir seinni tíma
valdsmenn happi yfir að fá ráðið hverj-
ir nytu kosningaréttar. Sem betur fer
njóta smælingjar nútímans þessa réttar
til jafns við hina. Eins er það að í nú-
tímaþjóðfélagi geta þeir hinir smáu
sem órétti og ofríki eru beittir af yfir-
völdum, leitað réttar síns af meiri hraða
og verið öruggari um réttláta meðferð
mála heldur en á tímum Þorvaldarmál-
anna.
Þessi bók er einmitt góð áminning
til þeirra að standa á rétti sínum og
hafa vakandi auga með yfirvöldum.
Ekki auðlesin bók
Eðli málsins samkvæmt, er bókin
ekki auðlesin. Málin fléttast saman á
margvíslegan hátt svo oft verður að
fletta fram og til baka til að rifja upp
samhengið.
Öðruvísi getur þetta ekki verið. Með
slíkum fimum eru þessi mál. Eg tel að
höfundi hafi tekist að setja málin fram
á eins greinargóðan hátt og auðið er.
Þökk sé Kristni Helgasyni að hafa
haft dug og þor til að rita þessa bók. Ég
veit að það hefur tekið langan tíma en
honum hefur verið vel varið.
-42-