Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 46
Goðasteinn 1995
þegar best lét, næringu frá samtíma-
bókmenntum annarra þjóða, sem
eðlilega áttu greiðari leið til okkar en
tónverk og myndlist.
Líklega er það svo, að með okkur
flestum eða öllum búi einhver list-
hneigð, einhver listræn æð, sem kemur
fram með ýmsu móti og í misjöfnu
máli - og fjarskalega getur verið - eða
virzt - djúpt á henni hjá sumum okkar.
En er það ekki vottur listhneigðar að
skynja mun á góðu handbragði og
slæmu, að láta sér ekki á sama standa
hvernig hlutir eru gerðir - eða verk
unnin - burtséð frá notagildi? Ber ekki
umgengni og umhirða heimila okkar
innan húss sem utan, vitni um list-
hneigð okkar? Því hygg ég að verði
ekki neitað, þar sem best tekst til. Og
hvað um bóndann, sem vinnur með
skaparanum að ræktun jarðar og bú-
stofns?
En betur þyrftum við sjálfsagt mörg
að rækta þessa listæð með okkur, sjálf-
um okkur og samferðafólkinu til yndis-
auka.
Olafur Túbals var svo mikill lista-
maður í sér, að ytri aðstæður hefðu
aldrei náð að kæfa þörf hans til list-
tjáningar og listsköpunar. Enda mun
hann ungur hafa byrjað að teikna og
móta.
Hann var fæddur í Múlakoti í Fljóts-
hlíð 13. júlí 1897 og hét fullu nafni
Ólafur Karl Óskar Túbalsson. Foreldrar
hans voru hjónin Guðbjörg Aðalheiður
Þorleifsdóttir og Túbal Karl Magnús-
son. Móðir hans, Guðbjörg í Múlakoti
var landskunn ræktunarkona og garður-
inn hennar í Múlakoti eitt af undrum
íslands á sinni tíð. Hlaut hún margvís-
lega viðurkenningu og var sæmd hinni
íslensku fálkaorðu fyrir störf sín.
Minnisvarði var henni reistur þar í
garðinum í tilefni af því að 100 ár voru
liðin frá fæðingu hennar árið 1970.
Fullyrða má að garðurinn hennar hafi
vakið áhuga fjölmargra á trjárækt og
garðrækt, og sé fyrirmyndin að hinum
fjölmörgu trjá- og blómagörðum, sem
nú prýða umhverfi okkar - við býli og
byggðir - í sveitum og þéttbýli Suður-
lands og jafnvel víðar um landið.
Túbal, faðir Ólafs, var farsæll bóndi
og studdi einnig konu sína í ræktunar-
störfunum. Þurftu þau hjónin, eins og
aðrir Innhlíðingar að heyja harða vam-
arbaráttu fyrir jörð sína gegn ólgandi
Þverá, sem valt þar yfir sanda og braut
niður hið gróna land í stórum stíl. Á
þeim vágesti varð ekki sigrast fyrr en í
búskapartíð Ólafs sonar þeirra árið
1946 - með samtakamætti og vaxandi
vélakosti.
Eftir að bifreiðasamgöngur náðu að
Múlakoti, líklega seint á öðmm áratug
aldarinnar, varð mjög gestkvæmt þar,
bæði af langferðafólki og skemmti-
ferðafólki, sem kom í hópum til að
njóta náttúrufegurðar og ævintýraum-
hverfis í garðinum hennar Guðbjargar,
sem á síðsumarkvöldum var upplýstur
með marglitum ljósum. Hófu þau hjón
þá veitinga- og gistihússrekstur við
mikla aðsókn og vinsældir og var þá
oft mikið um dýrðir í garðinum i Múla-
koti. Þarna ólst Ólafur upp ásamt þrem-
ur systrum sínum og fóstursystkinum
-44-