Goðasteinn - 01.09.1995, Side 47
Goðasteinn 1995
og tóku þau öll virkan þátt í þessum
umsvifum öllum.
Ólafur hóf ungur að stunda málara-
störf og lærði málaraiðn hjá Einari
Jónssyni, málara í Reykjavík. Lauk
hann prófi við Iðnskólann í Reykjavík;
árið 1917. Það sem skipti sköpum fyrir
Ólaf var eflaust það, að meðal gesta í
Múlakoti voru listmálarar sem dvöldu
þar og unnu að list sinni. Það var fyrst
og fremst Ásgrímur Jónsson, einn hinn
fremsti brautryðjandi íslenskrar mynd-
listar, sem laust Ólaf með lausnarsprota
málverksins, - svo hann hóf sjálfur að
fanga ljóma himinsins og litbrigði jarð-
arinnar á málarastrigann. Ásgrímur
dvaldi í Múlakoti og málaði, tíma og
tíma, í a.m.k. tvö sumur, - og mun það
hafa orðið Ólafi hinn fyrsti myndlist-
arskóli, - og hann ekki af verra taginu.
Einnig mun hann hafa hrifist af öðrum
ungum listmálara, Brynjólfi Þórðar-
syni, sem einnig dvaldist í Múlakoti og
málaði þar stófallegar myndir árið
1923.
Ásgrímur vakti víðar upp hæfileika-
ríka lærisveina, en talið er t.d. að dvöl
hans við listmálun í Nesjum í Horna-
firði hafi á sínum tíma orðið upphaf að
ferli þriggja landskunnra málara, þeirra
Jóns Þorleifssonar, Svavars Guðnason-
ar og Höskuldar Björnssonar, en þeir
voru þá allir ungir menn þar í sveitinni.
Eftir kynnin af töfrabrögðum þeirra
Ásgríms og Brynjólfs með pensilinn
þar í Múlakoti, var stefnan mörkuð hjá
bóndasyninum unga í Múlakoti. Ólafur
lagði út á listabrautina. Hann fékk inn-
göngu í Listaháskólann í Kaupmanna-
Ólafur Túbals nýkominn úr námi við
Listaháskólann í Kaupmannahöfn
höfn og var þar við nám árið 1928 og
aftur árið 1932. Helgaði hann sig mál-
aralistinni nær eingöngu árin 1926-34.
„En römm er sú taug, sem rekka
dregur föðurtúna til“. Ólafur kvæntist
árið 1925 hinni ágætustu konu, Láru
Eyjólfsdóttur úr Reykjavík og eign-
uðust þau hjón þrjú börn. Árið 1934
taka þau hjónin svo við búi og öðrum
rekstri í Múlakoti af foreldrum Ólafs,
sem þá voru hnigin að aldri. Gerðist
Ólafur þá bóndi, listmálari og gestgjafi
í Múlakoti og sinnti þessu öllu jafn-
hliða til æviloka. Var því í mörg horn
að líta, - og auk þess fór hann ekki var-
hluta af ýmsum erfiðleikum og van-
-45-