Goðasteinn - 01.09.1995, Side 48
Goðasteinn 1995
heilsu í fjölskyldunni. En Lára eigin-
kona hans stóð honum við hlið af
frábærri festu og fórnarlund, og gerði
honum kleift að sinna list sinni eftir því
sem framast voru tök á. Hennar hlutur
var stór og það vissi Ólafur, - og vildi
þakka, - eins og fram kemur í þessu
erindi úr afmælisvísum, sem hann orti
til Láru og birtar eru í Ljóðum Rangæ-
inga:
„Eg þakka þér, vina, þetta ár
og þakka þér alla daga.
Eg veit ég hefi þér vökvað brár
og verið þér oft til baga.
En þú kannt að gleyma og græða sár
og gleðja og prýða og laga. “
Ólafur var mjög fjölhæfur maður
eins og áður hefur komið fram. Hann
var ljómandi hagur í höndum, - athygli
vöktu stólarnir og bekkirnir í garðinum
í Múlakoti, sem hann smíðaði úr birki
og reynivið þar úr garðinum. Hann
smíðaði líkan af seglskútu með rá og
reiða og saumaði sjálfur seglin, og
hann skar út m.a. forláta prjónastokk,
sem nú mun vera í byggðasafninu í
Skógum. Hann var ágætur söngmaður
og söng lengi í Kirkjukór Lljótshlíðar
og var einnig söngstjóri kórsins á söng-
hátíðum og kóramótum. Hann var
einnig vel máli farinn og var létt um að
halda tækifærisræður á vinafundum og
hátíðarstundum. Hann skar sig nokkuð
úr hópi bænda, líklega bæði hvað hár-
skurð og klæðaburð snerti, var vísast
svona nokkuð listamannslegur í fasi og
útliti, og kannski var ekki óeðlilegt þótt
sumir góðbændur kynnu ekki til fulls
að meta þann starfsbróður, sem varði
meiri tíma til að mála gras en að rækta
gras. Þó held ég að allir hafi dáðst að
myndunum hans, enda prýða þær
flestra hýbýli hér um slóðir og skipa
þar verðugan heiðurssess.
Ólafur var afkastamikill málari og
hafa myndir hans farið víða. Hann var í
vinfengi við ýmsa kunna málara, svo
sem Asgrím Jónsson og Jón Stefánsson
og naut uppörvunar þeirra í list sinni.
Hann mun hafa haldið nokkrar sýning-
ar á verkum sínu, þar af tvær einkasýn-
ingar í Reykjavík - og sú þriðja var sett
upp eftir fráfall hans. Myndir hans voru
eftirsóttar og seldust vel. Ekki var hann
þó harður sölumaður fyrir sjálfan sig, -
en gjafmildur vinum sínum og þeir
voru margir. Trúlegt finnst mér að erfitt
yrði að koma tölu á allar þær myndir
hans og málverk, sem hann þannig gaf
af örlæti hjartans.
Eg átti þess kost að fylgjast með
vinnubrögðum hans nokkra júnídaga
austur á Héraði fyrir 43 árum. Hann
hafði þá eignast jeppann sinn, sem
gerði honum kleift að ferðast vítt og
breitt um landið í leit að myndefni og
„mótífum". Ólafur og Lilja systir hans
slógust þá í för með okkur, foreldrum
mínum og systrum, áleiðis frá Akureyri
austur á Hérað. Vegir voru þá misjafnir
í meira lagi og seinfamari en nú gerist.
Við lögðum á Möðrudalsöræfin undir
kvöld, - og þegar við nálguðumst Jök-
uldalinn gaf sig „kúpplingin“ í fólks-
bílnum okkar. Hún dugði svo sem á
jafnsléttu og niður í móti, en ef nokkuð
-46-