Goðasteinn - 01.09.1995, Blaðsíða 49
Goðasteinn 1995
Bóndinn, gestgjafinn og listmálarinn á efri árum við eitt verka sinna
hallaði á móti var „stóra stopp“. Nú var
gott að hafa Olaf og jeppann hans með
í för. Við hverja brekku framundan var
sett taug í fólksbílinn og hann dreginn
upp, - síðan leystur aftur, enda vorum
við að fara niður Jökuldal.
En þær voru æði margar brekkumar,
sem mættu okkur, því landið er mjög
mishæðótt, og vegurinn lá ofan í hverja
laut og hvern læk. Skemmst er af að
segja að svona gekk þetta alla nóttina,
toga, sleppa, binda, leysa, - og loks
þegar komið var upp brekkurnar frá
Jökulsárbrúnni, Hróarstungu megin, og
allir úttaugaðir af þreytu og svefnleysi,
- var hinni öru listamannslund Ólafs
nóg boðið. Hann horfði til baka upp
eftir dalnum og mælti af miklum
þunga: „Þetta er ekki Jökuldalur, -
þetta er Djöfulsdalur“. Að svo mæltu
snaraðist hann upp í jeppann og ók
snöfurmannlega áleiðis til Egilsstaða.
Og nú brá svo við að fólksbíllinn fylgdi
- þráðlaust, - enda vegurinn betri,
hraðar ekið og þær litlu brekkur, sem á
leið urðu, teknar með tilhlaupi. Ekki
heyrði ég Ólaf segja Ijótt, það ég man,
nema þetta eina skipti.
Eftir góða hvíld á Egilsstöðum, var
okkur vísað til bóndans í Tunguhaga á
Völlum, sem sagður var snillingur í
bílaviðgerðum og reyndist rétt. Þar
dvöldumst við að mestu í tvo daga
meðan á viðgerð stóð. Bærinn stendur
á eystri bakka Grímsár, sem fellur þar
fram úr gljúfrum, en ofar blasa við
austurfjöll Skriðdals, sem skarta líparíti
í litadýrð, - upp eftir hlíðum teygir sig
-47-