Goðasteinn - 01.09.1995, Page 50
Goðasteinn 1995
dökkgrænt birkikjarr, - en ofan á móti
hvítar tennur jökulfanna.
Ólafur Túbals var fljótur til að reisa
málaratrönur sínar á árbakkanum og
við þær var hann sem límdur klukku-
stundum saman, svo að húsfreyjan á
bænum fór að hafa áhyggjur af því, að
hann nærðist ekki. Sendi hún böm sín
til þess að spyrja listamanninn, hvort
ekki mætti færa honum eitthvað matar-
kyns. Hann kvaðst gjarnan þiggja
mjólk í flösku. Bömin komu svo aftur
færandi hendi, - og því lýsti Ólafur
eitthvað á þessa leið: „Hvað haldið
þið? Sendir þá ekki blessuð konan mér
fulla flösku af rjóma, brauð og
sauðarsíðu og heitar pönnukökur“.
Slíkan höfðingsskap kunni málarinn að
meta. Hann raðaði börnunum í
kringum sig, fékk þeim blöð úr riss-
blokkinni sinni, liti og pensla og hvatti
þau til dáða. Það var líf og fjör og gleði
í málarahópnum og allir máluðu af
kappi og skemmtu sér við listsköpun
og góðan félagsskap í sumarblíðunni.
Þegar Ólafur loks hafði lokið við
einhverja sína fallegustu mynd, að mér
fannst - og komið var að kveðjustund,
- rétti hann húsfreyjunni myndina og
bað hana og fjölskyldu hennar vel að
njóta. Svipur hans á þeirri stund sann-
færði mig um að eitthvað muni hæft í
því, að sælla sé að gefa en að þiggja.
Ólafur Túbals lést 27. mars 1964 á
67. aldursári og var jarðsunginn frá
sóknarkirkju sinni að Hlíðarenda 4.
apríl. Hann var lagður til hinstu hvfldar
í heimagrafreit fjölskyldunnar í Múla-
koti.
Eftir Ólaf Túbals liggja mörg lista-
verk, sem munu halda nafni hans á lofti
um ókomin ár. Ógetið er enn þess, sem
hann lagði ekki sízt alúð við, en það
var að mála báðar kirkjurnar í sveitinni
sinni að innan og myndskreyta sóknar-
kirkjuna sína að Hlíðarenda - eins og
öllum gefst á að líta, sem þangað legg-
ja leið sína. I verkum sínum lofar hann
skaparann fyrir dásemdarverk hans, -
sem birtast í ljóma himinsins og fegurð
jarðarinnar. Með eigin orðum lýsir
hann því þannig:
„Dreifist þokan, döggin þornar,
dunar fossinn gleðilag.
En sú dýrð er aftur morgnar
unaðslegan júlídag. “
-48-