Goðasteinn - 01.09.1995, Page 52
Goðasteinn 1995
Þórður Tómasson í Skógum:
„Listafallegt langspilið“
Langspil var í raun um langan aldur
nær eina þjóðarhljóðfæri Islendinga. Það
sést glöggt t. d. af sóknalýsingum Hins ís-
lenska bókmenntafélags frá um 1840.
Hljóðfærið á sér uppruna langt suður í
löndum. Strengjahljóðfæri sömu gerðar
finnast í Frakklandi og víðar á meginlandi
Evrópu. Er þar nærtækast langeleik Norð-
manna og til íslands er það komið austan
um haf. Mörg langspil eru til á söfnum hér
á landi og nokkur í eigu einstaklinga, flest
ýmist tvístrengjuð eða þrístrengjuð. Form
hljóðfæris er nokkuð breytilegt. Langspil
Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga voru
horfin í þann mund er ég hóf söfnun fyrir
byggðasafnið í Skógum um og eftir 1950.
Langspil síðasta langspilasmiðs Mýrdæl-
inga, Hallvarðs Ketilssonar í Reynisholti í
Mýrdal (1847-1939), hafði þá fyrir
skömmu drafnað niður í útihúsi í Reynis-
holti. í smiðju Einars Pálssonar á Hörgs-
landi á Síðu fékk ég haus af langspili.
Hljóðfærið hafði síðast verið notað sem
hersluþró í smiðjunni. Sama máli gegndi
um haus af langspili sem ég fékk hjá Guð-
mundi Kjartanssyni bónda í Ytri-Skógum.
Byggðasafnið á eitt langspil smíðað af
Jóni Sigurðssyni bónda í Hofgörðum á
Snæfellsnesi, sem um eitt skeið hafði búið
í Þjóðólfshaga í Holtum og var Skagfirð-
ingur að uppruna. Það ber blæ nýs tíma í
því að botn og yfirgerð eru úr krossviði.
Þetta er tvístrengja hljóðfæri.
Þekktasti langspilsleikari Rangæinga á
seinni hluta 19. aldar var Magnús Árnason
á Rauðnefsstöðum á Rangárvöllum o. v.,
auknefndur spuni af íþrótt sinni við ullar-
spuna. Skúli Skúlason ritstjóri frá Odda á
Rangárvöllum mundi vel eftir því að hann
heyrði Magnús leika á langspil til undir-
leiks í söng í brúðkaupsveislu á Rang-
árvöllum. Sigurður Árnason bóndi í Stein-
móðarbæ undir Eyjafjöllum smíðaði sér
langspil á æskuárum sínum á Seljalandi
undir Eyjafjöllum nálægt 1860. Hann lék
á það fram eftir ævi. Síðar eignaðist það
tengdasonur hans, Ólafur Þórðarson bóndi
og forsöngvari á Efstu-Grund undir Eyja-
fjöllum. Ólafur flutti það með sér til
Reykjavíkur, en þar var hann lengi starfs-
maður í Isafoldarprentsmiðju. Langspil
var einnig til í Dalsseli, næsta bæ við
Steinmóðarbæ, í eigu Þórodds Magnús-
sonar bónda þar. Það fluttist að Eyvind-
arholti 1901 og glataðist.
Daníel Þorsteinsson, forstjóri í Reykja-
vík (1874-1959), bróðir Guðbrands bónda
og vitavarðar á Loftsölum í Mýrdal, fór 14
ára að aldri að Drangshlíð undir Eyja-
fjöllum og átti þar heima í nokkur ár.
Hann átti langspil og lék löngum á það.
Var þá sungið með af heimafólki. Lang-
spilið varð eftir í Drangshlíð er Daníel
fluttist til Reykjavíkur og.líklega er það
hausinn af því sem ég fékk hjá Guðmundi
í Ytri-Skógum.
Gunnar Bjarnason bóndi í Steig í
Mýrdal (f. 1865) átti sér merka sögu sem
langspilsleikari. Hann var vinnumaður í
Norður-Vík árin 1886-92. Þar komst þá á
sú venja þegar vinnufólkið í Norður- og
Suður-Vík átti sér frjálsar stundir um hel-
-50-