Goðasteinn - 01.09.1995, Page 53
Goðasteinn 1995
gar og endranær að það safnaðist saman á
öðrum hvorum bænum og söng við
undirleik Gunnars á langspilið. A búskap-
aráram Gunnars í Steig spilaði hann alltaf
lögin við jólasálmana á aðfangadagskvöld
og söng sálmana með heimafólki sínu. A
jóladagskvöld var spilað á spil í Steig. Þar
var þá tvíbýli. Guðríður Þorsteinsdóttir
kona Gunnars hafði mjög gaman af því að
spila á spil og þá ekki síður nágranna-
bóndinn Jón Þorsteinsson, en Sigríður
Þorsteinsdóttir kona hans síður. Hún hafði
aftur á móti mikið yndi af því að syngja
og því réðist það svo að Gunnar spilaði þá
á langspilið og söng með Sigríði og Jón
og Guðríður spiluðu saman og líkaði öll-
um vel.Gunnar spilaði með boga. Strengn-
um þrýsti hann með beinstíl niður á
nótnabilin.
Eiríkur Hjálmarsson kennari á Vega-
mótum í Vestmannaeyjum fékk langspil
Gunnars til eignar og veit ég ekkert meira
af því að segja. Kristín Gunnarsdóttir á
Ketilsstöðum í Mýrdal (f. 1892) sagði mér
frá föður sínum og langspili hans. Hún
söng í meira en 70 ár í Skeiðflatarkirkju
og bróðir hennar Sigurður Gunnarsson í
Litla-Hvammi, átti þar leiðandi rödd í
bassanum. Þetta helst enn í ættinni.
Guðlaug Andrésdóttir í Vík í Mýrdal
sagði mér frá föður sínum Andrési
Andréssyni í Kerlingardal (f. 1859). Hann
átti langspil og lék löngum á það. Föst
venja hjá honum, þegar hann kom inn frá
gegningum á vetrarkvöldum, var að setjast
inn í stofu með vinnumanni sínum Hall-
grími Bjarnasyni, síðar bónda í Hjörleifs-
höfða og Suður-Hvammi í Mýrdal. Þá hóf
Andrés að leika á langspilið og þeir
Hallgrímur sungu saman. Andrés hafði
langspilið á hnjám sér og strauk um
strengi með boga.
Ýmsir fleiri Mýrdælingar höfðu yndi
af að leika á langspil. Stórbóndinn Jón
Einarsson í Hvoli (1842-1933), faðir
Ragnhildar á Stóra-Hofi, iðkaði það oft á
yngri árum og laðaði að sér söngfólk af
nágrannabæjum. Jóhann Magnús Oddsson
frá Litlu-Heiði (1851-1911) hafði óskeik-
ult tóneyra og kunni manna best til að
leika á langspil. Ekki voru alli öruggir
með að stemma langspil sín í réttan sam-
hljóm og leituðu þá aðstoðar hjá Jóhanni.
Sr. Jóhann Knútur Benediktsson á
Kálfafellsstað í Suðursveit (1822-1891)
kunni vel að fara með langspil. Hann gisti
einu sinni á Brunnhóli á Mýrum. Þar voru
börn í heimili. Sr. Jóhann lét börnin sitja
saman á einu rúmi um kvöldið og syngja
og spilaði undir á langspil.
Þorgerður Guðmundsdóttir frá Rima-
koti í Landeyjum (f. 1877) átti minningar
um langspil. Eftir henni skráði ég:
„Guðmundur í Rimakoti smíðaði lang-
spil handa móður sinni, Margréti Jónsdótt-
ur frá Önundarstöðum. Ég var 11 ára þeg-
ar Margrét dó. Ég sá hana spila á lang-
spilið. Á því voru að mig minnir fjórir
strengir. Boginn var um álnarlangur og
taglhár úr hrossi lagt með honum. Margrét
söng jafnan með er hún lék á langspilið.“
Langspil Ebenesers Guðmundssonar á
Eyrarbakka mun vera í Byggðasafni Ár-
nesinga. Venja Ebenesers var að fara
fyrstur á fætur á sunnudagsmorgnum og
taka upp eld til að hita kaffivatnið. Meðan
hitnaði á katlinum tók hann langspil sitt,
lék á það og söng sálma. Sonur hans,
Ebeneser, átti um þetta góðar minningar
frá æskuárum.
Ég hitti Guðmund Þórðarson frá
Skarfsstöðum í Dalasýslu. Þórður faðir
hans smíðaði nokkur langspil. Smíðaefnið
var góð, kvistalaus fura. V-laga gat var
-51-