Goðasteinn - 01.09.1995, Side 54
Goðasteinn 1995
ofan á breiðari enda. Vír í strengi dró
Þórður í löð. Gott taglhár var notað í boga.
Sett var sveigja á bogann er strekkt var á
honum. Boginn var 75-80 cm á lengd.
Guðmundur átti síðasta langspil föður síns
og seldi það Halldóri Einarssyni frá
Brandshúsum.
Guðmon Guðnason í Kolbeinsvík í
Strandasýslu (1866-1946) spilaði á
langspil eftir nótum. Hann kenndi fjórrad-
daðan söng, ferðaðist frá Kolbeinsvík
norður í Ameskirkju til að kenna söng þar.
Þetta var um 1906-1909. Hann fékk 2
krónur fyrir ferðina. Gunnar notaði
langspilið þegar hann var að kenna fjór-
raddað. Börnum sínum kenndi hann í
rökkrinu að syngja saman fjórraddað.
„Það eru sæt hljóðin í honum Guðmon,“
sagði gömul kona er rætt var um hann.
Guðmon og þrír aðrir sjómenn úr
Steingrímsfirði æfðu saman fjórraddaðan
söng í Unaðsdal. Heimild um þetta er frá
Inga Guðmonssyni á Akranesi.
Jón Stefánsson á Hánefsstöðum í
Svarfaðardal, organisti í Vallnakirkju,
smíðaði mörg langspil og spilaði sjálfur
listavel á langspil. Hann söng jafnan með
er hann spilaði. Með honum dó þessi
íþrótt að miklu leyti út í Svarfaðardal.
Hann notaði jafnan boga. Öndvert við
hann notaði Benedikt Sveinbjarnarson frá
Grænhól í Kræklingahlíð aðeins fingra-
grip er hann spilaði á langspil. Hann var
síðast á Kristnesi og dó um 1950.
Jakob, sonur samvinnubóndans Jakobs
Hálfdánarsonar á Grímsstöðum í Mý-
vatnssveit smíðaði sér langspil á unga
aldri, hafði það með sér í hjásetuna yfir
fráfæruánum og lék á það er tóm gafst til.
Tónlistin gerði ærnar hagspakar. Fyrir
þessu hef ég orð Petrínu dóttur Jakobs.
Líkur benda til að sú aðferð að leika á
langspil með fingurgripum sé forn. Má hér
minna á orð Árna Magnússonar prófessors
í bréfi til Björns Þorleifssonar Hólabisk-
ups í bréfi 31. mars árið 1705: „Item að
slá iangspil heiti að leika það með fin-
grum eður fjöðurstaf.“ ^ )
Enginn hefur betur lýst áhrifum þessa
aldagamla hljóðfæris en forfaðir minn sr.
Jón Steingrímsson í ævisögu sinni. Hann
kom niðurbrotinn eftir hörmungar Skaft-
árelda til Þuríðar Ásmundsdóttur í Bæ í
Borgarfirði árið 1786. Þar hékk snoturt
langspil á vegg. Þuríður bauð sr. Jóni „að
slá upp á það. Og þá ég það reyndi, gat ég
það ei fyrir innvortis angursemi og hugsun
til fyrri daga, hvað þá hún sá, tók hún sjálf
að spila á það ein þau listilegustu lög hvar
við ég endurlifnaði við og fékk þar af sér-
leg rólegheit.“^)
Undir lok 19. aldar og alveg sérstak-
lega eftir aldamótin 1900 fara orgel-harm-
onium að verða nokkuð algeng í sveitum
og langspil eru þá brátt hvívetna lögð til
hliðar. Þau gegndu miklu og merku hlut-
verki í menningu byggðanna og lífguðu
marga stund í gömlu sveitabaðstofunni.
Harma ber að þessi þáttur í listiðkun
alþýðu skyldi lagður fyrir róða. Tilfinning
þjóðarinnar gagnvart þessu aflagða
hljóðfæri er best túlkuð í gamalli vísu. Eg
sá snillinginn Bjarna Kjartansson frá
Búðum letra hana með höfðaletri á lang-
spil Hallgríms Helgasonar tónskálds:
Það ber allan þœgðarsið,
þungum hallar meinum.
Listafallegt langspilið
Ijœ e'g valla neinum.
1) Arne Magnussons Private Brevveksling,
Khöfn 1920, 593.
2) Sr. Jón Steingrímsson, Ævisaga, Rvk.
1913-16, 299.
-52-