Goðasteinn - 01.09.1995, Page 55
Goðasteinn 1995
Ólafía Ólafsdóttir frá Áshóli:
Gengið á Skarðsfjall, horft á
Hekluelda
Minningabrot
Morgunn á útmánuðum. Ég ei ein í
húsinu, aðrir heimilismenn farnir til
vinnu sinnar.
Ég sagðist vera ein í húsinu, en það
er ekki alveg rétt. Grá-
bröndóttur köttur situr á
eldhúströppunni og þvær
sér um kampana, svo
„brýtur hann innaf“ og
hagræðir sér betur á
tröppunni, það heyrist
slitrótt mal.
Uti kveður við hressi-
leg hundgá og ég lít út
um gluggann. Þarna
stendur hún Týra mín og
sendir ósvífnum hrafni
tóninn, hann hefur tyllt sér á raf-
magnsstaur uppi í lóðinni. Krummi
krunkar stríðnislega á móti og veltir
vöngum, það hlakkar í honum og hann
hoppar nokkrum sinnum jafnfætis upp
á staurnum, svo flýgur hann burt. Týra
hleypur spölkorn í humátt á eftir hon-
um, en leikur er ójafn, hann er fleygur,
hún jarðbundin, hún gefst upp, skokkar
heim á leið með lafandi skott. Svo
heyrist kurteislegt “bofs” við útidymar
og ég geng fram og opna fyrir henni.
Sá er ekki einn sem hefur hund og
kött í návist sinni.
Ég set ketilinn í samband, ætla að fá
mér tesopa áður en ég tek
til við morgunverkin, um
leið verður mér litið á
dagatalið á veggnum, það
er 29. mars. Tíminn líður
hratt, í dag eru 48 ár síðan
Hekla rumskaði af sínum
102 ára svefni. Þá var ár-
talið 1947, og hugurinn
leitar til baka á slóðir
minninganna.
Veturinn 1946-47 var
ég við nám í Kvennaskóla
Árnýjar Filippusdóttur á Hverabökkum
í Hveragerði. Skóla sinn rak hún þar
um 20 ára skeið af dugnaði og stórhug
en lengstum við örðugan fjárhag.
Skólahúsið var falleg og stílhrein bygg-
ing sem setti svip sinn á þorpið.
Herbergjaskipan var þannig að á efri
hæð var dagstofa og herbergi for-
stöðukonu og námsmeyja, á jarðhæð
var stór skólastofa sem jafnframt var
notuð sem borðstofa, þá var eldhús og
-53-