Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 56
Goðasteinn 1995
búr, tvö snyrtiherbergi, herbergi mat-
reiðslukennara og þrjú herbergi náms-
meyja. í kjallara voru geymslur,
þvottahús og gufubað sem byggt var
yfir vellandi hver, og var ekki frítt við
að okkur stúlkunum væri um og ó að
stíga þar inn fyrir þröskuldinn í fyrstu.
Ég bjó í herbergi á neðri hæð með
tveimur öðrum stúlkum, þeim Guðrúnu
Karlsdóttur frá Hala í Djúpárhreppi,
(við erum bræðradætur) og Sigurbjörgu
Guðmundsdóttur frá Króki í Ásahreppi,
bernskuvinkonu minni og fermingar-
systur.
í daglegu tali vorum við nefndar
Rúna, Bagga og Lóa. Herbergi náms-
meyja voru flest lítil. í herbergi okkar
voru tveir svefnbekkir og hákoja, lítið
borð, einn stóll og agnarlítill fataskáp-
ur, meira komst ekki fyrir, en við vor-
um ekki uppfæddar í neinum höllum
og okkur leið vel í litla herberginu sem
við nefndum Rangæingabúð. Við erum
allar Rangæingar í marga ættliði, ýmist
afkomendur Torfa sýslumanns í Klofa
eða Víkingslækjarhjóna. Við skildum
það á skólastýrunni að henni féll nafn-
giftin vel, hún var sjálf stolt af því að
vera Rangæingur.
Margs er að minnast frá þessum
vetri og laugardagsmorguninn 29. mars
1947 er mér minnisstæður. Við stöll-
umar vorum nývaknaðar og vorum að
búa okkur undir störf dagsins.
Fótatak heyrðist í stiganum, við
þekktum að þar fór Kjartan Jóhannes-
son söngkennari sem hafði dvalið öðru
hvoru í skólanum um veturinn og æft
söng. Venjulega byrjaði hann daginn
með því að setjast við orgelið í skóla-
stofunni og leika nokkur lög, en nú var
eins og eitthvert eirðarleysi hefði gripið
hann, hann gekk um gólf í stofunni,
fram og til baka. Aftur heyrðist fótatak
í stiganum, Árný skólastýra kom inn og
bauð góðan dag. Kjartan sagði óvenju
háum rómi: „Hekla er farin að gjósa!”
og við heyrðum Árnýju andvarpa:
„Guð almáttugur varðveiti okkur! Er
Hekla farin að gjósa?” Stúlkurnar
komu inn í stofuna til morgunverðar og
við hópuðumst kringum Kjartan, sem
hafði hlustað á morgunfréttir útvarps-
ins. Hekla hafði byrjað að gjósa laust
fyrir klukkan sjö um morguninn og
ösku og vikri rigndi yfir Rangárvelli og
innri hluta Fljótshlíðar. Ein stúlknanna,
Sigrún Magnúsdóttir, átti heima í ná-
grenni við Heklu, í Haukadal á Rangár-
völlum. Hún gat engar nánari fréttir
fengið af fjölskyldu sinni, almennur
sveitasími var ekki kominn í Rangár-
vallasýslu árið 1947, aðeins strjálar
Landsímastöðvar. Það var hlustað
óvenju vel í borðstofunni á fréttatíma
útvarpsins þennan dag.
Heklugos er ekki daglegur viðburð-
ur sem betur fer og Árný ákvað strax
að „stúlkumar hennar” skyldu sjá gosið
eigin augum. Hún útvegaði rútu, nesti
var útbúið og kvöldið 31. mars lögðum
við af stað til að sjá Hekluelda. Það var
reyndar kominn 1. apríl þegar bíllinn
rann úr hlaði á Hverabökkum, klukkan
var 25 mínútur yfir 12 á miðnætti.
Þegar við nálguðumst Selfoss blasti við
-54-