Goðasteinn - 01.09.1995, Page 57
Goðasteinn 1995
eldrauður bjarminn upp af Heklu og
glóði á hraunstraumana sem runnu
niður hlíðarnar.
Við vorum hressar og vel vakandi
þó mið nótt væri, það var mikið sungið,
einkum ýmis lög sem Kjartan hafði
látið okkur æfa um veturinn.
Um leið og fréttist af gosinu þyrptist
fólk frá Reykjavík austur fyrir fjall til
að sjá hamfarirnar. Flestir munu hafa
farið austur á Rangárvelli til að komast
sem næst eldstöðvunum. Sunnudaginn
30. mars lá við umferðaröngþveiti á
Hellisheiði og varð að senda lögreglu á
staðinn til að greiða úr flækjunni.
Árný Filippusdóttir sýndi sem
stundum fyrr að hún fór ekki troðnar
slóðir. Ferðaáætlun hennar var sú að
við færum á æskustöðvar hennar, aust-
ur að Hellum í Landsveit, og yrðum
þar í skjóli Vilhjálmínu systur hennar,
gengjum á Skarðsfjall og sæjum gosið
þaðan. Vilhjálmína Ingibjörg Filippus-
dóttir, alltaf kölluð Villa á Hellum, var
ljósmóðir í Landsveit, bóndi hennar var
Magnús Jónsson frá Björgum í Þing-
eyjarsýslu.
Ekki man ég hvað langt var liðið
nætur þegar við ókum í hlað á Hellum,
en klukkan tæplega fjögur vorum við
komnar upp á Skarðsfjall, sem er auð-
velt uppgöngu ofan við bæinn á Hell-
um. Árný gekk á fjallið með okkur og
var sporadrjúg.
Nú blasti gosið við okkur. Það birti
yfir þegar glóandi hraunspýjurnar
þeyttust upp úr fjallinu, þungar drunur
heyrðust og hraunstraumarnir virtust
komnir niður undir jafnsléttu. Við stóð-
um agndofa og fundum til smæðar
okkar.
Klukkan rúmlega fimm var orðið
svo bjart að glóðin sást aðeins í einum
gíg ofarlega á fjallinu, annað var hulið
reyk og mistri og hraunstraumarnir
sýndust svartir. Við fórum að tínast
niður fjallið og heim til bæjar, ekki
man ég til að okkur væri kalt á þessu
næturferðalagi. Það var orðið albjart
þegar við komum niður á túnið á Hell-
um, talsvert þreyttar og slæptar eftir
vökunóttina.
Hellirinn á Hellum — forskáli
Hellar bera nafn með réttu, þar eru
að minnsta kosti þrír hellar í túninu
sem hafa verið notaðir fyrir hlöður og
peningshús. Við vorum með teppi og
sængur með okkur og nú hreiðruðum
við um okkur í stórum heyhelli sem
búið var að gefa úr að nokkru. Hey-
bingur var á gólfinu og hafði heyið
auðsjánlega verið leyst okkur til þæg-
inda. Stafnþil var fyrir innganginum og
venjulegur dyraumbúnaður svo bjart
var í hellinum.
-55-