Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 60
Goðasteinn 1995
Allt var á kafi í grófum vikri. Ég
gróf niður í vikurinn með hendinni
þangað til ég fann til jarðar, hann náði
mér upp á úlnlið, jafnfallinn. Ég tók
dálítinn vikur til minja þarna í garð-
inum og geymi hann enn.
Niðri á túninu voru menn með litla
traktorsýtu, þeir voru byrjaðir að moka
vikrinum burt. Eftir dálítinn stans í
Múlakoti var haldið áleiðis til Hvera-
gerðis eftir ógleymanlega ferð. Dagleg
störf hófust á ný, próflestur og undir-
búningur handavinnusýningar og svo
þurfti að skrifa í allar minningabæk-
urnar.
Gunnar Benediktsson rithöfundur
kenndi íslensku á Hverabökkum þenn-
an vetur. Þessa vísu orti hann „til
hverrar stúlkunnar fyrir sig og allra
sameiginlega” eins og hann orðaði það
og skrifaði í minningabækur okkar.
Árið sem Eyrarsund fraus,
árið sem Hekla gaus,
veraldar vetur dimman,
veturinn heljargrimman,
þá var hlýtt hér í Hveragerði,
hlýrra en túlkað verði,
hlýtt bæði úti og inni,
en einkum í návist þinni.
Eftir skólaslit dreifðist hópurinn
okkar, flestar fóru til heimkynna sinna
víðsvegar um landið. Fundum okkar
hefur sjaldan borið saman síðan.
Nokkrar hafa þó alltaf haldið sambandi
sín á milli og sumarið 1967 gerðum við
tilraun til að ná hópnum saman.
Sextán konur mættu og við áttum
saman góða dagstund, hinar gátu ekki
komið vegna fjarlægðar og ýmissa
ástæðna, til dæmis var ein löglega af-
sökuð, hún lá á Fæðingadeildinni og
hafði eignast tvíbura.
Nú eru sex úr hópnum horfnar yfir
móðuna miklu. Sigrún frá Haukadal
varð fyrst til að kveðja og við fylgdum
henni nokkrar til grafar í kirkjugarð-
inum í Skarði í Landssveit.
Að heilsast og kveðjast, það er lífs-
ins saga. Ég á góðar minningar frá
Hverabökkum.
Héraðsbókasafn Rangæinga
Hvolsvelli, sími: 487-8438
VETRARAFGREIÐSLUTÍMI:
mánudagar 17-20
þri., rnið., fim. 15-18
föstudagar 10-13
S UMARAFGREIÐSLUTÍMI:
mánudagar 17-20
þri., mið. 15-17
Rangœingar, verid velkomnir í bókasafnið!
-58-