Goðasteinn - 01.09.1995, Side 61
Goðasteinn 1995
Jóhann G. Guðnason, Vatnahjáleigu:
Veðurfar í Landeyjum 1994
Janúar
Dagana 1.-15. janúar voru stöðugar
norðaustanáttir og úrkoma nær engin,
aðeins smáskúrir þ. 11.
Dagana 2.,8.,10. og 11.
var nokkuð hvasst, allt að
8 vindstigum. Það var
yfirleitt vægt frost á
þessu tímabili og frost-
laust var dagana 9.-13.
Frá 16. til 22. jan. var
ríkjandi suðvestanátt,
stundum með snjókomu
eða dimmum éljum.
Frostlítið var þessa daga
og þ. 17. og 20. var frost-
laust. Frá þ. 23.-31. var svo stöðug
norðan- eða norðaustanátt með tals-
verðu frosti. Mest varð frostið þ. 23.,
komst í 15 stig og í 14 stig þ. 27. Að
kvöldi þ. 28. komst veðurhæð í 9 vind-
st. af norðaustri með snjókomu og
glórulausum skafbyl. Að morgni þ. 29.
voru 11 vindst. í verstu hviðunum, en
fór svo að draga úr veðurhæð um kl. 9.
Þá var orðið frostlaust og rigndi. Fram
undir hádegi þennan dag voru 13 vind-
st. í Vestmannaeyjum og 12 á Fagur-
hólsmýri. Dagana 30. og 31. var hiti
vel yfir frostmarki. Það var léttskýjað 8
daga, rigning eða skúrir 4 daga, snjó-
koma 3 daga og él 5 daga.
Febrúar
Austan- og norðaustanáttir voru
ríkjandi í mánuðinum og yfirleitt
hægar. Það var aðeins 3
daga, þ. 9., 10. og 19. sem
vindhraði komst í 8-9
stig. Það var 1-2 st. frost
þrjá fyrstu daga mánað-
arins, en frá þ. 4.-24. var
hitastig yfir frostmarki,
frá 1 st. og upp í 5 st.
Dagana 19. og 20. komst
hiti í 7 st. Á þessu tíma-
bili var rigning eða skúrir
7 daga og él 4 daga. Sólar
naut meira eða minna 10
daga í mánuðinum. Að kvöldi þ. 24.
var 5 st. frost og síðan frost til mán-
aðarloka, 5-7 st. kvölds og morgna, en
fór niður undir frostmark miðdegis.
Mars
Mánuðurinn var umhleypingasamur
og vindáttir breytilegar. Fyrstu 2 daga
mánaðarins var frostlaust, en frá 3.-20.
mars var samfellt frost, frá 1-5 stigum
fram til þ. 11., en harðnaði svo að mun
og var oftast á bilinu 7-10 st. Mest
frost var aðfaranótt þ. 18., 17 stig og að
morgni þ. 18. var frostið 14 st. Á þessu
tímabili snjóaði part úr þrem dögum og
auk þess setti öðru hvoru niður snjó í
-59-