Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 62
Goðasteinn 1995
suðvestan éljum. Frá 21.-31. var frost-
laust og komst hiti mest í 6 st. þ. 27.,
en var að öðru leyti oftast á bilinu 2-4
st. Þ. 10., 20., 21. og 22. var hvasst, 7-9
vindst. og lægðin sem olli veðrinu þ.
22. var 945 mbr., dýpsta lægð í mars-
mán. síðan 1913 að sögn Veðurstofu.
Sólar naut meira eða minna 13 daga,
rigning 3 daga, snjór hluta úr tveim
dögum, skúrir 2 daga og él 7 daga.
Apríl
Norðaustanátt var ríkjandi í mánuð-
inum. Að morgni páskadags, 3. apríl,
var hæg norðaustanátt, en laust eftir kl.
11 snérist áttin snögglega í suðvestan
7-8 vindst. með snjókomu og skafrenn-
ingi. I hádegisútvarpi voru víða boðuð
messuföll sunnanlands. Kl. 15 fór að
lygna og síðan él. Daginn eftir var
snjókoma að morgni og fram til kl. 11.
Að undanteknum þessum tveim dögum
snjóaði ekkert í mánuðinum. Frost var
dagana 2.-9. og 20.-25. og var yfirleitt
á bilinu 1-3 stig. Á tímabilinu 10.-19.
var hiti frá 3-6 stigum og mest 10 st. þ.
14. Frá 26.-30. apr. var hiti frá 5-8
stigum og komst í 10 st. þ. 27. og 30.
Þessa tvo hlýindakafla var þó vægt
næturfrost öðru hvoru. Þann 15. var
klaki í moldarjarðvegi 35 cm. og þíða
lagið ofan á klakanum 14 cm. Það var
bjartviðri 21 dag, rigning 2 daga, skúrir
1 dag, snjókoma part úr tveim dögum
og él 2 daga. Að öðru leyti skýjað.
Maí
Mánuðurinn var hægviðrasamur og
áttir breytilegar. Frá 1.-18. maí var hiti
oft á bilinu 8-10 st., en fór svo hækk-
andi í 11-13 st. Hiti komst mest í 15 st.
dagana 23. og 28. Vægt næturfrost var
aðfaranætur þ. 9., 16. og 20. Þann 2.
maí var klaki í moldarjarðvegi 20 cm.
og þíða lagið á klakanum 20 cm. Þ. 11.
var klakinn 8 cm. og þíða lagið 30 cm.
Það var léttskýjað eða bjartviðri 13
daga, rigning 4 daga og skúrir 5 daga.
Að öðru leyti skýjað.
Júní
Suðaustan-, sunnan- og suðvestan-
áttir voru ríkjandi í mánuðinum og
yfirleitt mjög hægar. Frá 1.-14. júní var
hitastig yfirleitt 8-11 st. og seinni hlut-
ann 11-13 st. Komst þó stöku sinnum í
14-15 st. stund úr degi. Vægt nætur-
frost var aðfaranætur þ. 4., 5., og 15.
Það var léttskýjað eða bjartviðri 17
daga, rigning 2 daga og skúrir 4 daga.
Aðra daga skýjað.
Austanátt var nær allsráðandi í júlí
og fór veðurhæð sjaldan yfir 5 vindst.
Ekki er hægt að segja að júlí hafi verið
sólríkur því að sólar naut aðeins 8
daga. Það rigndi 4 daga og skúrir 1 dag
og að öðru leyti skýjað. Hiti komst
mest í 20 st. þ. 3. og 6., og í 18 st. þ.
12. og 14., og í öllum tilvikum stutta
stund úr degi. Hlýjustu dagarnir voru þ.
1.-7., en þá daga var 15-17 st. hiti, en
að öðru leyti var hiti oft á bilinu 12-14
stig.
-60-