Goðasteinn - 01.09.1995, Side 63
Goðasteinn 1995
7
Agúst
Mán. var einstakl. hægviðrasamur
og fór veðurhæð sjaldan yfir 3 vindst.
Það var aðeins tvo daga sem veðurhæð
náði 7 vindst., þ. 13. og 27. Vestan-,
suðvestan- og suðaustanáttir voru nær
allsráðandi. Hitast. var hærra en í júlí
og þ. 3., 5., 22. og 23. komst hiti í 18-
19 st. stund úr degi. Sólar naut að hluta
16 daga, rigning 2 daga og skúrir 3
daga, aðra daga skýjað.
September
Hæg austanátt var að mestu ráðandi.
Dagana 1., 4., 5. og 17. komst þó veð-
urhæð í allt að 7 vindst. Frá 1.-16. sept.
var hiti oft á bilinu 11-13 st. og komst í
15 st. þ. 9. Síðan, og til loka mán. var
hiti á bilinu 7-8 st. og komst stöku
sinnum í 10 st. yfir hádaginn. Aðfara-
nótt þ. 5. snjóaði í fjöll og um hádegi þ.
13. gránaði í fjöll í Vestmannaeyjum.
Aðfaranætur þ. 13., 14., 15., og 27. var
næturfrost, og að morgni þ. 29. og 30.
var 3 st. frost. Það var bjartviðri eða
léttskýjað 14 daga, rigning 2 daga og
skúrir 7 daga, en að öðru leyti skýjað.
Október
Suðlægar áttir voru til 22. okt., en
síðan og til mánaðarloka norðlæg átt.
Oftast var hægviðri 1-3 vindst., en
aðeins 1 dag voru 8 vindst., þ. 6. Vægt
frost var að morgni og kvöldi dagana
1., 2., 14., 15., 26., 27^0^ 31. Yfir há-
daginn var hitastig yfirleitt 5-8 st. og
komst í 9-10 dagana 13., 18., 19. og
20. Bjartviðri eða léttskýjað var 10
daga, rigning 7 daga og skúrir 3 daga.
Að morgni 29. var snjókoma sem stóð
til hád. og varð jafnfallinn snjór 10 cm.
Þetta var eina snjókoman í mán.
Nóvember
Frá 1.-17. nóv. var norðlæg átt og
oftast hæg. Síðan, og til mánaðarloka
var austan- og suðaustanátt, einnig
oftast mjög hæg, en fór þó í 7-8 vindst.
dagana 18., 26. og 27. Frost var dagana
1., 15., 16. og 17., komst mest í 7 st. að
kvöldi þ. 15. og að morgni þ. 16. og
17. Stöku sinnum var vægt frost að
morgni eða kvöldi fyrri hluta mánað-
arins. Hiti var oft á bilinu 3-5 st. yfir
daginn og komst t.d. í 8-10 st. dagana
7., 8., 9., og 26. Það var bjartviðri eða
léttskýjað 10 daga, rigning 2 daga,
skúrir 4 daga, snjóél 2 daga og var það
eini snjórinn sem féll í mánuðinum.
Desember
Norðan- og norðvestanáttir voru nær
einráðar í des. og yfirleitt hægar nema
þ. 28., en þá var norðaustan hvassviðri
og t.d. var ekki ferðaveður undir Eyja-
fjöllum og í Öræfum. Það var oftast
frost, að undanteknum 12 dögum á víð
og dreif um mánuðinn. Mest varð
frostið 10 st., dagana 12., 25. og 31.
Frostlausu dagana var hitastig lágt, 2-3
st., en komst þó í 8 st. miðdegis þ. 1.
des. Það var bjartviðri eða léttskýjað 9
daga, rigning 3 daga, skúrir 3 daga,
snjókoma hluta úr 3 dögum og snjóél 3
daga. Að öðru leyti skýjað.
-61-