Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 66
Goðasteinn 1995
BÆNDAÞULA
Höfundur bændaþulunnar er Guðni Einarsson
frá Strönd í Vestur-Landeyjum. Hann var bóndi
þar á árunum 1909 til 1953.
Bændaþulan er úr safni Guðríðar frá Strönd,
dóttur Guðna. Hún er bæði glögg og minnug, og
hefur haldið mörgu til haga allt frá unga aldri.
Hún hefur nú um 40 ára skeið verið búsett að
Krosseyrarvegi 14 í Hafnarfirði.
BÆNDUR í VESTUR-LANDEYJA-
HREPPI1951
Alla vil ég fá upp talda
Ytri Landeyja bændurna.
Hygg þó að takast muni mér
miður en skyldi og þá er ver.
Ætla þó reyna eitt í sinn
upp hefja nafnahróðurinn.
Antonar tveir og Ágústar,
Ólafar þrír og Guðmundar.
Hér eru aðeins Helgar tveir,
Hermundur, Markús, Óskar, Geir.
Ávallt Jónatan er þar með,
oft hef ég heyrt hann Loft og séð.
Jafnan tveir eru Jónasar,
Jóhann, Gunnar, þrír Guðjónar.
Engum þetta í augum vex,
Upp eru taldir Jónar sex.
Þá er líka hann Þorvaldur,
Þórður, Karl, Ingvar, Runólfur.
Valdimar einnig mætur með.
Margra Júlíus hressir geð,
kirkju þá hringir hann klukkunum
og kveikir ljósin hjá prestinum.
Gissur kann líka að búa best,
Bjarni spila á orgel sést.
Hann er nú ekki í heila sljór,
hefur stjómað hér kirkjukór.
Stefán, Sigurjón, Magnús með,
mun hann Einar með rólegt geð.
Þá koma fram tveir Þorgeirar,
þeim hvorum Kristinn fylgja skal.
Sigurbjörg ávallt í sinni glöð,
sú fyllir upp þessa bændaröð.
Isleifs og Guðna geta má,
greina Sigurði Haukdal frá.
Hann er vor prestur sóknarsæll
síkátur bæði og mjög indæll.
Hann blessar þessa bændahjörð
og biður fyrir á himni og jörð.
-64-