Goðasteinn - 01.09.1995, Page 69
Goðasteinn 1995
Guðmundur Sæmundsson kennari Skógum:
Siðgæðisvitund unglinga
Á námskeiði árið 1993 í þróunarsál-
frœði á vegum Kennaraháskóla Islands
fékk ég það verkefni að kynna mér
nánar siðgæðisvitund unglinga og það
sem um hana hefur verið
ritað. Eg hreifst af þessu
efni og datt því í hug að
endursegja fyrir Goða-
stein það sem ég tók
saman, ef vera kynni að
einhverjir lesendur hefðu
gagn eða gaman af
Ég hóf verkefnið með
ákveðna kenningu eða
hugmynd í huga, nefni-
lega að of mikið sé einatt
gert úr kynslóðabilinu margfræga. Sú
ofrausn eigi sinn þátt í að margir geri
einnig of lítið úr áhrifum foreldra á
þroska unglinga, en þeim mun meira úr
þáttum sem liggja utan við nánasta
umhverfi unglingsins, svo sem félög-
um, átrúnaðargoðum, auglýsingum,
kvikmyndum o.fl.
Til að bregða birtu yfir þessi mál leit
ég fyrst á skoðanir nokkurra fræði-
manna sálvísindanna.
Gmndvöllur siðgæðisvitundarinnar
Ýmsir höfundar sálfræðibókmennta
hafa fjallað um grundvöll siðgæðis-
vitundar. Þar er fyrstan frægan að telja
Sigmund Freud, föður nútíma sálar-
fræði. Kenning hans um yfirsjálfið
stýrir í rauninni umræðum um þennan
þátt vísindanna enn í dag,
hátt í öld eftir að hann rit-
aði helstu verk sín.
Freud leit á yfirsjálfið
sem eins konar efsta lag
persónuleikans, þann
hluta sem innihéldi smám
saman reglur umhverfis
og væri andstæða þaðsins
og raunar hemjari þess
sem í því byggi, þ.e.
frumstæðra þarfa og
hvata. Freud áleit að helsta hlutverk
yfirsjálfsins væri alla ævi að berjast
gegn þessum hvötum, einkum kyn-
hvötinni. Á milli yfirsjálfsins og þaðs-
ins byggi síðan sjálfið, kjarni per-
sónuleikans.
Aðrir fræðimenn hafa ekki viljað
leggja slíka ofuráherslu á kynhvöt og
kynþarfir, en telja engu að síður mikil-
vægt að horfa til umhverfis og sam-
félags þegar yfirsjálf, samviska og sið-
gæðisvitund eru rædd. Þetta eru fræði-
menn eins og Erik H. Erikson, Law-
rence Kohlberg og Jean Piaget.
-67-