Goðasteinn - 01.09.1995, Side 71
Goðasteinn 1995
ástúðlegri og sanngjarnari sem foreldrarnir
eru því meiri líkur eru á, að þeir hafi áhrif á
siðferðisþroska þess til hins betra.
Námskenningarmenn (atferlissinn-
ar) eru á sama máli hvað þetta varðar,
en algildismenn telja þetta hins vegar
skipta minna máli, þróun siðgæðis-
vitundar sé ekki svo mjög háð ytri að-
stæðum. Siðgæðisþroskinn sé alltaf
samstiga vitsmunaþroska og sé háður
innri þroskalögmálum.
Yfirleitt er ekki talið að utanaðkom-
andi aðilar hafi mikil mótandi áhrif á
siðgæðisvitund barna, ef foreldrar eru
frátaldir. Þó fara þessi áhrif vaxandi,
þegar nær dregur unglingsárum, og
margir hafa raunar áhyggjur af nei-
kvæðum áhrifum annarra fyrirmynda á
börn. Nægir þar til dæmis að nefna um-
ræður um ofbeldi og karlrembu í bók-
um, kennslugögnum, kvikmyndum og
ýmsu lesefni ætluðu bömum.
/
Ahrif frá öðrum á unglingsárunum
Erik H. Erikson lýsir í þroskakenn-
ingum sínum vel verkefnum unglings-
áranna, eða 5. æviskeiðsins eins og
hann kallar það. Þá séu unglingar að
móta sjálfsmynd sína, gera úttekt á
sjálfum sér, kostum sínum og göllum.
Ef vel gangi öðlist hann sjálfskennd
sem einkennist af stöðugleika og föst-
um tökum á lífi sínu og aðstæðum.
Erik H. Erikson telur ennfremur að
mikill hluti þessa ferlis felist í að hafna
fordæmi hinna eldri, svo sem foreldra,
en gangast undir þrælsok þeirra reglna
og hefða sem ríkja í jafnaldrahópnum.
Eftir þessa regluhlýðni komi tímabil
þegar unglingurinn leysir sig undan
fjötrum hópsins og verður hann sjálfur,
nær fullum þroska. Erik H. Erikson
telur auk þess að lífeðlislegar breyting-
ar, gelgjuskeiðið, séu frumrót að um-
byltingu unglingsáranna, þótt hann
hafni ofuráherslu leiðtoga síns, Freuds,
á kynhvötinni og þýðingu hennar.
Jean Piaget og eftirmenn hans, m.a.
Lawrence Kohlberg, gefa unglingunum
talsvert meira svigrúm til að þroskast
samkvæmt eigin forsendum í átt til for-
dæmis þess sem elur þá upp, þ.e. í átt
til þess siðferðisþroska sem margt eða
flest fullorðið fólk hefur. Það virðist
því liggja í kenningum þeirra að ungl-
ingurinn sé að þróast í átt til foreldr-
anna, en ekki frá þeim.
Samanburður
Það gefur augaleið að áhrif foreldra
á þroska unglingsins eru afar misjafn-
lega metin í þeim tveimur fræðikerfum
sem hér hafa verið nefnd. Samkvæmt
því fyrra, sálkönnunarfræðinni, fara
áhrifin dvínandi, en samkvæmt því síð-
ara ættu þau að haldast að mestu, þótt
svo að samskipti við aðra aukist að
miklum mun, svo sem við jafnaldra.
Enn aðra áhrifavalda á daglegt líf ungl-
inga má nefna, t.d. hetjur úr kvikmynd-
um og íþróttum, en þau áhrif eru ef til
vill fyrst og fremst á sviði leiks og dag-
drauma. Unglingar eru hins vegar flest-
-69-