Goðasteinn - 01.09.1995, Side 72
Goðasteinn 1995
ir afar jarðbundnir og greina glöggt á
milli leiks og alvöru. Þessi áhrif má því
ekki ofmeta.
Atferlissinnar virðast í raun hallast
að svipuðum skoðunum og sálkönn-
unarsinnar, þótt þeir útskýri sjónarmið
sín á annan hátt. Þeir líta á siðferðis-
þroska sem einn þátt félagsmótunar, -
unglingurinn læri að fylgja þeim regl-
um sem honum koma best, hafa bestar
afleiðingar (mesta umbun) fyrir hann
eða minnst óþægindi.
Hins vegar virðist þessi stefna ekki
loka fyrir jákvæð áhrif foreldra, síður
en svo. Sé fyrirmynd foreldra sam-
kvæm sjálfri sér, og fái unglingarnir
hæfilega umbun og endurgjöf, er ekk-
ert því til fyrirstöðu að foreldrar hafi
þroskandi áhrif á böm sín langt fram á
fullorðinsár.
Aðstöðumunur
Sé gengið út frá því að foreldrar geti
haft jákvæð áhrif á siðferðisþroska
unglinga, hlýtur aðstaða foreldra og
áhugi á þessu verkefni sínu að skipta
miklu máli. Foreldrar sem vinna mikið
og koma þreyttir heim, eiga litla orku
afgangs til að ræða við unglinginn sinn
um þau mál sem hann er helst upptek-
inn af. Þar með leitar hann á önnur
mið. Aðrir þættir aðstöðunnar geta
einnig haft veruleg áhrif, t.d. búseta.
Ekki leikur vafi á að foreldrar í strjál-
býli hafa meiri tíma fyrir unglinginn
sinn, eru jafnvel oft með honum í verk-
efnum heimilisins (t.d. á bóndabæjum).
Auk alls þessa er afar sennilegt að mis-
munandi menningarlegt og stéttarlegt
umhverfi hafi mikil áhrif á innihald
þess siðgæðis sem gengur á milli kyn-
slóða.
Niðurstaða
Niðurstaða þessarar stuttu umfjöll-
unar er í meginatriðum á þá lund, að
flestar fræðistefnur telji að uppalendur
hafi djúp áhrif á mótun siðgæðisvitund-
ar unglinga, einkum ef gott samband
helst þeirra á milli. Siðgæðisvitund
unglingsáranna sé grundvölluð á þeirri
vitund sem smám saman hefur orðið til
á barnsaldri, en á unglingsárunum
komi ný áhrif á þessa vitund til sög-
unnar. Þar má nefna aukin áhrif fyrir-
mynda úti í samfélaginu, svo sem hetja
og auglýsingatýpa, áhrif félaga og jafn-
aldra og sjálfstæðislöngun og sjálfsleit.
Uppalendur hafi haft megináhrif á
mótun unglingsins, og þótt önnur áhrif
komi nú inn séu áhrif foreldranna enn
mikilvægust, einkum ef gott samband
helst.
Sé þetta rétt er afar mikilvægt að
foreldrar geri sér grein fyrir mikilvægi
sínu sem fyrirmyndir og stuðnings-
aðilar unglinganna. Þær stefnur og
stefnuleysur sem ganga í þveröfugar
áttir eru í raun skaðlegar góðu sam-
bandi milli kynslóða og orka á mig sem
léleg afsökun fyrir margskonar van-
rækslu og tómlæti sumra foreldra í
garð unglinganna sinna.
-70-