Goðasteinn - 01.09.1995, Síða 74
Goðasteinn 1995
Konan þín er keldusvíni
líkust,
augað rekur upp á mig,
amorsfreka kvikindið.
Ragnheiður hafði þann
kæk, að hún kipraði sam-
an annað augað („dró
augað í pung”), þegar
hún horfði á fólk. Skildi
þar með þeim, en seinna
mun Símon hafa komið
að Bjólu og notið gest-
risni þeirra hjóna og þá
trúlega kveðið til þeirra
fallegri vísur.
(Sögn ömmu minnar,
Kristínar Kristjánsdóttur
í Áshól.)
Tvær vísur eftir Símon
Dalaskáld
Um dætur Gísla Einars-
sonar á Húsum í Ása-
hreppi:
í Húsaranni rólegar
röskar heimasætur,
Guðrún og Anna gull-
fagrar,
Gísla bónda dœtur
Um Elínu Sigurðardóttur
á Syðri-Hömrum:
Elín litla leikur sér
laus við bölið nauða.
Ut í élin aldreifer
ung í kjólnum rauða.
Elín frá Syðri-Hömrum
var fædd 1901. Hún
giftist föðurbróður mín-
um, Stefáni Ólafssyni í
Áshól og lærði ég vís-
umar af henni. Hún mun
hafa verið 5-6 ára þegar
Símon orti um hana.
Vísur eftir Ólaf
Hallsson á Efri-
Hömrum
Langafi minn, Ólafur
Hallsson, bjó í Haga í
Holtum frá því um 1850
til 1964-65, þá flutti
hann að Efri-Hömrum og
bjó þar til dauðadags 12.
júlí 1888. Kona hans var
Vigdís Sigurðardóttir frá
Syðri-Hömmm. Ólafur
var prýðilega hagmæltur,
en flestar vísur hans
munu nú gleymdar. Mig
langar til að biðja Goða-
stein að varðveita þrjár
vísur sem ég lærði af
föðurömmu minni, Krist-
ínu Kristjándóttur í Ás-
hól, en afi minn, Ólafur,
var yngstur bama Ólafs
Hallssonar og Vigdísar.
Jóhann sonur þeirra (f. í
Haga 1858) bjó fyrstu
búskaparár sín í sambýli
við foreldra sína á Efri-
Hömmm.
Um tvær elstu dætur
hans, Önnu Kristínu og
Oktavíu Þórunni kvað
Ólafur:
Anna Kristín, Oktavía
Þórunn,
saman allar sitja þær,
ég sé þó ekki nema tvær.
Um systur þeirra, Ólafíu
Vigdísi:
Klukkan hjólin hreyfir hál,
hringir og gólar átta,
Þá er Olu orðið mál
upp í ból að hátta.
Vinnukona var á heimil-
inu, hávær og fjassöm.
Hún kom af kvíunum
með fulla mjólkurfötu,
en hrasaði svo mjólkin
helltist niður:
Fœtur stirðir misstu mátt
mikiðfyrir sér biður,
tónar upp með tárum hátt:
„ Tapaðist mjólkin niður. “
Fleiri vísur hef ég ekki
heyrt eftir Ólaf Hallsson
og þykir mér það miður.
Ólafía Ólafsdóttir
-72-