Goðasteinn - 01.09.1995, Page 81
Goðasteinn 1995
umhverfisráðuneytinu, sem greiddi
allan útlagðan kostnað okkar í byrjun,
en fyrir aðalkeppninni stóðu evrópsk
samtök til styrktar umhverfisrannsókn-
um æskufólks með aðalskrifstofu í
Hamborg. Keppnin hefur verið haldin í
nokkur ár, og verið fjárhagslega styrkt
af þýska stórbankanum Deutsche Bank,
sem tók að sér að greiða ferðir og uppi-
hald á keppnisstaðnum erlendis.
Sigurður Þ. Ragnarsson kennari
stakk einnig upp á efni. Hann vissi að
gagnlegt gæti verið að vinna saman-
burðarrannsókn á áhrifum brennisteins-
vetnis frá háhitasvæðum á myndun súrs
regns hérlendis. Slíkur samanburður
hafði ekki verið gerður áður, þannig að
hér var um grunnrannsókn að ræða.
Við ákváðum í framhaldi af þessu að
gera rannsóknir og mælingar við
Nesjavallavirkjun, sem er það háhita-
svæði sem var næst okkur, og bera þær
saman við sambærilegar mælingar á
Selfossi sem er ekki háhitasvæði.
Við gerðum rannsóknina í apríl
1994, rétt fyrir vorpróf, og sömdum
rannsóknarskýrslu í flýti, því að frest-
urinn rann út um það leyti. Síðan fór-
um við í prófin, en biðum þó spenntir
eftir að vita hvort við kæmumst áfram.
Jarðhiti og súrt regn
— Mig langar að útskýra aðeins
bakgrunn verkefnisins áður en ég kem
að því sem við gerðum. Umhverfismál
hafa verið ofarlega á baugi undanfarna
áratugi, og þjóðir heims glímt við mý-
mörg vandamál sem ógna umhverfinu.
Eitt af þessum vandamálum er súrt
regn. Hreint, ómengað vatn er alltaf
eitthvað súrt vegna áhrifa koltvísýrings
(C02) í loftinu.
Regn getur hins vegar orðið mjög
súrt sé það mengað brennisteins- og
köfnunarefnissamböndum.
Hingað til hefur verið talið að frá
háhitasvæðum stafi mikil brennisteins-
mengun, einkum vegna brennisteins-
vetnis, öðru nafni vetnissúlfíðs (H2S).
Hefur verið lauslega áætlað að á milli
14.000 og 85.000 tonn af þessu efna-
sambandi losni út í andrúmsloftið ár-
lega, bæði af völdum náttúrulegs út-
blásturs, svo og frá virkjuðum svæðum.
Sýnt hefur verið fram á að virkjun
háhitasvæða leiðir til talsverðrar aukn-
ingar á útblæstri vetnissúlfíðs.
Þannig er áætlað að Nesjavalla-
virkjun ein muni losa 7.000 tonn af
brennisteini árlega, þegar hún hefur
náð hámarks framleiðslu.
Til skýringar vil ég nefna að súlfíð
er í rauninni heitið á gastegundinni sem
við köllum venjulega brennistein, þeg-
ar hún hefur breyst í fast efni. Vetnis-
súlfíð er almennt fremur óstöðugt efna-
samband, sem breytist frekar hratt yfir í
S02 (brennisteinsdíoxíð). Meðallíftími
vetnissúlfíðs í andrúmsloftinu er áætl-
aður vera í kringum 24 klukkustundir,
og þess vegna hefur því verið haldið
fram að vetnissúlfíð frá háhitasvæðum
sé hrein viðbót við það magn brenni-
steinsdíoxíðs sem fyrir er í andrúms-
loftinu.
-79-