Goðasteinn - 01.09.1995, Page 86
Goðasteinn 1995
neytisins færi með báðum hópunum út,
en hann forfallaðist. Þar sem Sigurður
Þ. Ragnarson hafði verið í góðu sam-
bandi við ráðuneytið, báðu þeir hann
að hlaupa í skarðið. Sem betur fer ját-
aði hann því. Það var okkur mikill
styrkur að hann skyldi vera með í för.
Sigurður Sigursveinsson skólameist-
ari FSU á Selfossi bauðst til að aka
með okkur fjórmenninga til Keflavíkur
eldsnemma að morgni þann 17. nóv-
ember. Þar hittum við HafnfirðingAna
tvo. Við fórum síðan með flugvél til
Lúxemborgar, tókum þar rútu til Köln-
ar og komum þangað síðdegis.
Við byrjuðum á því koma okkur fyr-
ir í hótelherbergjunum, vorum á mjög
glæsilegu hóteli rétt hjá dómkirkjunni
frægu og miðborginni, Pullman Hotel
Mondial.
Höfðinglegar móttökur
— Fyrst var öllum þátttakendum
hóað saman á hótelinu og þeir boðnir
hjartanlega velkomnir, en síðan fórum
við í ráðhúsið á móttökuathöfn, þar
sem borgarstjórinn hélt yfir okkur ræðu
og gaf okkur kynstrin öll af snittum . . .
og einhverju til að skola þeim niður.
Morguninn eftir fórum við að setja
upp básana og koma okkur fyrir.
Keppnin fór fram í stórri sýningarhöll í
Köln. Verkefnin voru fjölmörg, senni-
lega um 50 frá 30 löndum, og þátttak-
endurnir á annað hundrað. Verkefnin
voru af ýmsu tagi, mörg mjög spenn-
andi og frumleg.
Básarnir stóðu uppi til 21. nóv.,
daginn áður en við fórum. Suma dag-
ana var opið fyrir almenning, á öðrum
dögum var skólum boðið að koma að
sjá hana, auk þess sem fjölmiðlafólki
var boðið sérstaklega. Alltaf þegar eitt-
hvað var á seyði, þurftum við að vera í
básnum og sitja fyrir svörum. Yfirleitt
fóru samtöl fram á ensku.
Margt á dagskrá
— Dómarar voru alls tólf. Þeir
gengu á milli bása tvo daga og virtu
fyrir sér verkefnin og ræddu vandlega
við alla þátttakendur, auk þess sem þeir
höfðu fengið skriflegar skýrslur þátt-
takenda.
Dagskráin var mjög skipulögð, og
þar var ýmislegt til skemmtunar og
dægradvalar. Einn daginn fórum við í
keiluhöll, annan daginn á söngleikinn
New York New York.Við fórum í út-
sýnisferð um dómkirkjuna, fórum m.a.
upp í hana með lyftu sem er utan á
henni. Það var frekar ógnvekjandi
skoðunaraðferð, en við lifðum af. Við
fórum inn og skoðuðum ýmsa hluta
kirkjunnar, en hún er svo stór að við
komumst ekki yfir nema hluta hennar.
Við skoðuðum einnig kjallarahvelfingu
kirkjunnar, en þar fer fram merkur
fornleifauppgröftur.
Á kvöldin fórum við gjarnan í
gönguferðir á eigin vegum, heimsóttum
ýmis kaffihús og rannsökuðum kráar-
menninguna af vísindalegri nákvæmni.
-84-