Goðasteinn - 01.09.1995, Qupperneq 88
Goðasteinn 1995
fórum allir þrír í þennan áfanga og
fengum að nota hluta námsvinnunar
þar til að betrumbæta rannsóknir okkar
með nýjum og betri tækjum. Þar með
varð grunnurinn betri og mælingarnar
áreiðanlegri. Urkomusöfnun stóð leng-
ur en í fyrri rannsóknum, auk þess sem
við bættum við einu samanburðar-
svæði, Ljósafossi.
í febrúar óskuðum við eftir að fá að
taka þátt í nýrri samkeppni með verk-
efnið, samkeppni um að fá að taka þátt
í Evrópukeppni ungra vísindamanna,
sem haldin er af Evrópusambandinu
(ESB). ÍSAGA, dótturfyrirtæki sænska
stórfyrirtækisins AGA, sem framleiðir
loft og loftblöndur af ýmsum gerðum,
kostaði undankeppni hér, en hún var
haldin á vegum Hugvísis, sem er sam-
starfsvettvangur ýmissa aðila, m.a. rík-
isins. Aðalkeppnin fór fram í sept-
ember 1995, og snerist undankeppnin
um að velja 2-3 íslensk verkefni til
þátttöku.
Við sömdum nú nýja og endurbætta
skýrslu og sendum hana inn. Um 36
aðilar sendu inn verkefni, og af þeim
voru sex valin til að taka þátt í undan-
keppninni, m.a. verkefni okkar. Undan-
keppnin fór fram 20. maí í Gerðubergi
í Reykjavík. Þar höfnuðum við í 4.-6.
sæti. Þeir sem sigruðu var 10 manna
hópur frá Vestmannaeyjum með verk-
efni sem lentu í 1. og 2. sæti, annars
vegar atferli og líffræði loðnunnar við
strendur Islands, hins vegar rannsóknir
á ætislögum þykkvalúru. í 3. sæti voru
síðan tveir nemendur MR með verk-
efnið Frostmola, sem sýnir hvort frysti-
vara heldur réttu geymsluhitastigi.
Dómararnir voru frá öllum helstu
vísindastofnunum landsins.
Mikilvægast að vera með
— Svona keppni hvetur fólk til
dáða. Hvetur til þess að fólk haldi
áfram á sömu braut. Það á a.m.k. við
um mig. Auk þess er mjög dýrmætt að
kynnast því sem aðrir eru að gera og
komast til útlanda til að hitta þá sem
hafa áhuga á því sama. Það er ekki
mikilvægast að vinna, heldur að taka
þátt og vera með. Við höfum lært mik-
ið á þessu. Ég hvet alla til að taka þátt í
svona keppni, ef þeir eiga nokkurn
möguleika á því.
Námstíminn í FSU fljótur að líða
— Ég er búinn að vera í FSU á Sel-
fossi í tvö ár og lauk þaðan stúdents-
prófi í vor frá tveimur brautum, eðlis-
fræði- og náttúrufræðibraut. Tíminn
þar er búinn að vera fljótur að líða. Það
hefur verið mikið að gera, og ekki síst
vegna þessara samkeppna sem við tók-
um þátt í. Ég bjó fyrra árið í Þóristúni
1, sem er einskonar heimavist sem Hót-
el Selfoss rekur. Síðara árið leigði ég í
Heiðmörk 2a hjá Gísla Sigurðssyni
kennara í FSU og konu hans, ásamt
nokkrum öðrum nemendum. Við vor-
um einnig í fæði hjá þeim að hluta.
Þarna var mjög gott að vera, góð
aðstaða, Stöð 2 og allt. . .
-86-